Jrue Holiday mun ekki spila með New Orleans Pelicans er NBA-deildin hefst á nýjan leik þar sem hann ætlar að vera heima með veikri, og óléttri, eiginkonu sinni.
Eiginkona hans, Lauren, sem er fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, er ólétt og nýbúin að greinast með heilaæxli. Hægt er að gera aðgerð á meininu..
„Fjölskyldan kemur á undan körfuboltanum. Það er blessun að spila í NBA-deildinni en ég er í þeirri stöðu að konan mín skiptir öllu máli núna,“ sagði Holiday.
„Við erum auðvitað spennt yfir því að vera að eignast okkar fyrsta barn en nú þurfum við að sjá til þess að það verði í lagi með Lauren og barnið.“
Lauren Holiday, sem vann tvö ÓL-gull með kvennalandsliði Bandaríkjanna, á von á barninu um miðjan október og stefnan er sett á að heilaæxlið verði fjarlægt sex vikum síðar.
Það er því ólíklegt að Holiay spili fyrr en um jólin í fyrsta lagi. Félagið hans sýnir stöðu hans fullan skilning og stendur við bakið á honum.
Yfirgefur Pelíkanana til að annast veika eiginkonu sína
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
