Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Nýverið átti ég gott samtal við erlenda nemendur mína sem eru fullorðið fólk á talþjálfunarnámskeiði í íslensku. Í þessu samtali kviknaði á fjölmörgum perum í kollinum á okkur um mannlegt eðli. Í mannlegu eðli leynast margar ólíkar tilfinningar og þær geta einkennst meðal annars af meðvirkni en einnig samkennd. Plús allar hinar sem við förum ekki inn á hér. Samlandar mínir, Íslendingar, eru margir hverjir nokkuð meðvirkir og oft verið talað um Ísland sem meðvirka þjóð. Við þykjum einnig oft á tíðum fljót að gleyma en kannski blessunarlega erum við upp til hópa ekkert alltof langrækin. En það er önnur saga. Umræðuefnið með þátttakendunum á íslenskunámskeiðinu beindist að þeim hvimleiða ávana Íslendinga að svara útlendingum á ensku sem eru að spreyta sig á hinu íslenska ylhýra. Ég horfði í augun á fólkinu þennan morgun, sem er meðal annars komið alla leið frá Nepal, Filipseyjum, Bandaríkjunum og Póllandi. Öll höfðu þau sína sögu að segja af mis-vel-heppnuðum tilraunum til að tjá sig á íslensku við mismunandi aðstæður en var svarað á ensku. Ég hvatti þau einlæglega til að halda ótrauð áfram þessari „baráttu“ því hún myndi skila sér á endanum. En þetta hlýtur að vera lýjandi. Og vitiði ég get sjálf skrifað undir að svo sé, þó hún sé einungis örlítið brot af reynslu míns fólks. Árið 2014 fór ég ásamt samstarfskonu minni í vinnuferð til Stokkhólms. Fjórða kvöldið okkar fórum við stöllur á huggulegan ítalskan veitingastað þar sem starfsfólkið var ítalskt en það talaði sænsku. Sjálf tala ég ágætis sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm sex ár. Kannski örlar enn á gautaborgskum hreim með dassi af íslenskubroti þar sem áratugur er liðinn frá flutningum heim. Þá var komið því að greiða fyrir matinn. Ég sagði þjóninum (á sænsku auðvitað) hvar við sátum. Hann svarði mér á ensku og það kom mér á óvart þar sem ég vissi að hann talaði lýtalausa sænsku! Þvínæst segi ég honum, áfram á sænsku, að við vorum ánægðar með matinn og staðinn. Sami þjónn svarar mér á ensku og ég finn fyrir pirringi vakna innra með mér. Gef mig þó ekki og held áfram einhverju sænsku smátali. Hann segir „please be welcome again“ þegar við hverfum út um dyrnar. Næst þegar þú finnur þig í þeirri stöðu að mæta útlendingi sem talar mál sem rúmlega þrjúhundruð þúsund manns í heiminum tala, viltu þá hugsa þig tvisvar um áður en þú svarar. Ef viðkomandi leggur það á sig að tala við þig á íslensku þá get ég lofað þér því að það er farsælast að svara viðkomandi á íslensku. Æfingin skapar jú meistarann ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýverið átti ég gott samtal við erlenda nemendur mína sem eru fullorðið fólk á talþjálfunarnámskeiði í íslensku. Í þessu samtali kviknaði á fjölmörgum perum í kollinum á okkur um mannlegt eðli. Í mannlegu eðli leynast margar ólíkar tilfinningar og þær geta einkennst meðal annars af meðvirkni en einnig samkennd. Plús allar hinar sem við förum ekki inn á hér. Samlandar mínir, Íslendingar, eru margir hverjir nokkuð meðvirkir og oft verið talað um Ísland sem meðvirka þjóð. Við þykjum einnig oft á tíðum fljót að gleyma en kannski blessunarlega erum við upp til hópa ekkert alltof langrækin. En það er önnur saga. Umræðuefnið með þátttakendunum á íslenskunámskeiðinu beindist að þeim hvimleiða ávana Íslendinga að svara útlendingum á ensku sem eru að spreyta sig á hinu íslenska ylhýra. Ég horfði í augun á fólkinu þennan morgun, sem er meðal annars komið alla leið frá Nepal, Filipseyjum, Bandaríkjunum og Póllandi. Öll höfðu þau sína sögu að segja af mis-vel-heppnuðum tilraunum til að tjá sig á íslensku við mismunandi aðstæður en var svarað á ensku. Ég hvatti þau einlæglega til að halda ótrauð áfram þessari „baráttu“ því hún myndi skila sér á endanum. En þetta hlýtur að vera lýjandi. Og vitiði ég get sjálf skrifað undir að svo sé, þó hún sé einungis örlítið brot af reynslu míns fólks. Árið 2014 fór ég ásamt samstarfskonu minni í vinnuferð til Stokkhólms. Fjórða kvöldið okkar fórum við stöllur á huggulegan ítalskan veitingastað þar sem starfsfólkið var ítalskt en það talaði sænsku. Sjálf tala ég ágætis sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm sex ár. Kannski örlar enn á gautaborgskum hreim með dassi af íslenskubroti þar sem áratugur er liðinn frá flutningum heim. Þá var komið því að greiða fyrir matinn. Ég sagði þjóninum (á sænsku auðvitað) hvar við sátum. Hann svarði mér á ensku og það kom mér á óvart þar sem ég vissi að hann talaði lýtalausa sænsku! Þvínæst segi ég honum, áfram á sænsku, að við vorum ánægðar með matinn og staðinn. Sami þjónn svarar mér á ensku og ég finn fyrir pirringi vakna innra með mér. Gef mig þó ekki og held áfram einhverju sænsku smátali. Hann segir „please be welcome again“ þegar við hverfum út um dyrnar. Næst þegar þú finnur þig í þeirri stöðu að mæta útlendingi sem talar mál sem rúmlega þrjúhundruð þúsund manns í heiminum tala, viltu þá hugsa þig tvisvar um áður en þú svarar. Ef viðkomandi leggur það á sig að tala við þig á íslensku þá get ég lofað þér því að það er farsælast að svara viðkomandi á íslensku. Æfingin skapar jú meistarann ekki satt?
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun