Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar 26. ágúst 2025 13:32 Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar