Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar 26. ágúst 2025 13:32 Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nýlega kom fram í fréttum að orku- og umhverfisráðherra mundi ekki beita sér fyrir rannsóknum og olíuleit á Drekasvæðinu – en myndi ekki heldur beita sér fyrir banni á olíuleit á þessum slóðum. Sætir furðu að sá stjórnmálamaður sem ber ábyrgð á aðgerðum í umhverfisvernd og aðgerðaáætlun í loftslagtsmálum skuli ekki vilja ganga hreint til verks í þessu efni á tímum hamfarahlýnunar. Að auki er merkilegt að ræða um verndun 30% af efnahagslögsögu Íslands í hafinu kringum landið, jafnvel árið 2028, ef ekki er byrjað á því að banna olíuleit, en vitað er að slík starfsemi getur skaðað lífríki sjávar. Þá er auðvitað beint orsakasamband milli olíuleitar og aukinnar loftslagsvár. Leit að olíu hlýtur að vera rekin áfram af gróðavoninni að finna og vinna olíu. Olíuvinnsla þýðir olíunotkun en brennsla á olíu sem öðru jarðefnaeldsneyti er að mati vísindamanna helsta ástæðan fyrir hækkun hitastigs á jörðinni. Þetta vitum við flest og þurfum ekki vitnanna við; bráðnun jökla, breyting á hafstraumum og breytt veðurfar á Íslandi sem öðrum löndum með aftakaúrkomu eða þurrkum, skógareldum og skriðuföllum segir sína sögu. Að ótöldum breytingum á lífríki í sjó og á landi. Aldin, eldri aðgerðarsinnar gegn loftslagsvá skorar á orku-og umhverfisráðherra að senda þjóð og umheiminum skýr skilaboð í loftslagsmálum. Hamfarahlýnun af manna völdum er stærsta váin sem steðjar að mannkyni og reyndar öllu lífríki til lengri tíma. Við krefjumst þess að ráðherrann taki af öll tvímæli og beiti sér fyrir banni á olíuleit á íslenska landgrunninu. F.h. stjórnar Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá Halldór Reynisson
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun