Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar 27. ágúst 2025 07:31 Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. Hver kann ekki sögur af fólki sem átt hefur ungmennafélaginu sínu eða íþróttafélaginu allt að þakka? Þar fékk það uppörvun, styrk og veganesti út í lífið sem veitti því kjark og úthald. Á heimasíðu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) las ég frábæra umfjöllun um börn með yfirskriftinni Allir með - Farsælt samfélag fyrir alla. Með tilvísun í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum er lögð sú áhersla að öll börn skuli eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap. Við vitum að íþróttir móta fólk til góðs. Í sálgæslustarfi mínu hef ég marg séð hvernig reynt íþróttafólk byggir árangur sinn stig af stigi. Íþróttir kenna fólki að þrauka án þess að örvænta. Þær kenna okkur að vinna með öðrum. Grípa boltann og gefa hann áfram. Fagna velgengni og þola ósigra með reisn. Þess vegna otum við börnum okkar í átt að hverfisfélaginu og vonum að áhuginn vakni. Íþróttalífið í landinu er mál okkar allra og þegar landsliði er teflt fram á alþjóðlegu móti tekur þjóðarsálin undir þjóðsönginn svo jafnvel blika tár á hvarmi. Íþróttagreinar eru margar en íþróttin er ein. Innbyrðis erum við ólík en þjóðin er ein. Því er það ekkert einkamál hvar og hvenær við teflum fram okkar landsliðum. Þjóðin í samvinnu við ÍSÍ Þegar kvennalandslið í handbolta lék við Ísraela í aprílbyrjun var mikill samhljómur meðal okkar í þá veru að þátttakan væri siðferðilega vafasöm. Landsliðskonur fundu sína leið til að andæfa og sýna stuðning við Palestínu með því að halda fyrir merki ísraelsks innheimtufyrirtækis á treyjum sínum við hópmyndatöku. Nú, að áliðnu sumri, þegar alheimur veit að Ísraelsk stjórnvöld meina það sem þau hafa sagt allan tímann, að þau hyggist ryðja íbúum Gaza burt af landakortinu, þá leikur íslenskt landslið við Ísraela undir ærandi þögn. Hvað er tignarlegra en þriggja stiga karfa í hröðum leik? Á sama tíma er lagt upp úr því að tryggja velferð þátttakenda sem best með því að árekstrar eru ekki beinn þáttur í leiknum enda reglur um snertingar skýrari en í mörgum öðrum hópíþróttum. Það að við skulum senda landslið í körfuknattleik til að leika við Ísraelsmenn rétt á meðan þeir keppast við að útrýma Gazabúum er skelfileg siðferðisleg uppgjöf. Fyrirhugaður leikur er í raun félagspólitísk staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt eftir allt saman. Í þessu máli og öðrum viðlíka sem upp munu koma þarf þjóðin að taka afstöðu í samvinnu við ÍSÍ. Afstöðuleysi okkar í hádeginu á morgun er gargandi þriggja stiga þögn. Höfundur er prestur og siðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hugsaðu þér ef þú vaknaðir einn morgunn og áttaðir þig á því að íþróttir væru ekki til og hefðu aldrei verið. Þig hefði bara dreymt þessa vitleysu. Enginn vill hugsa til enda það sem gerast myndi ef íþróttir væru frá okkur teknar. Hver kann ekki sögur af fólki sem átt hefur ungmennafélaginu sínu eða íþróttafélaginu allt að þakka? Þar fékk það uppörvun, styrk og veganesti út í lífið sem veitti því kjark og úthald. Á heimasíðu Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) las ég frábæra umfjöllun um börn með yfirskriftinni Allir með - Farsælt samfélag fyrir alla. Með tilvísun í ályktun frá Sameinuðu þjóðunum er lögð sú áhersla að öll börn skuli eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap. Við vitum að íþróttir móta fólk til góðs. Í sálgæslustarfi mínu hef ég marg séð hvernig reynt íþróttafólk byggir árangur sinn stig af stigi. Íþróttir kenna fólki að þrauka án þess að örvænta. Þær kenna okkur að vinna með öðrum. Grípa boltann og gefa hann áfram. Fagna velgengni og þola ósigra með reisn. Þess vegna otum við börnum okkar í átt að hverfisfélaginu og vonum að áhuginn vakni. Íþróttalífið í landinu er mál okkar allra og þegar landsliði er teflt fram á alþjóðlegu móti tekur þjóðarsálin undir þjóðsönginn svo jafnvel blika tár á hvarmi. Íþróttagreinar eru margar en íþróttin er ein. Innbyrðis erum við ólík en þjóðin er ein. Því er það ekkert einkamál hvar og hvenær við teflum fram okkar landsliðum. Þjóðin í samvinnu við ÍSÍ Þegar kvennalandslið í handbolta lék við Ísraela í aprílbyrjun var mikill samhljómur meðal okkar í þá veru að þátttakan væri siðferðilega vafasöm. Landsliðskonur fundu sína leið til að andæfa og sýna stuðning við Palestínu með því að halda fyrir merki ísraelsks innheimtufyrirtækis á treyjum sínum við hópmyndatöku. Nú, að áliðnu sumri, þegar alheimur veit að Ísraelsk stjórnvöld meina það sem þau hafa sagt allan tímann, að þau hyggist ryðja íbúum Gaza burt af landakortinu, þá leikur íslenskt landslið við Ísraela undir ærandi þögn. Hvað er tignarlegra en þriggja stiga karfa í hröðum leik? Á sama tíma er lagt upp úr því að tryggja velferð þátttakenda sem best með því að árekstrar eru ekki beinn þáttur í leiknum enda reglur um snertingar skýrari en í mörgum öðrum hópíþróttum. Það að við skulum senda landslið í körfuknattleik til að leika við Ísraelsmenn rétt á meðan þeir keppast við að útrýma Gazabúum er skelfileg siðferðisleg uppgjöf. Fyrirhugaður leikur er í raun félagspólitísk staðfesting á því að þjóðarmorð sé ásættanlegt eftir allt saman. Í þessu máli og öðrum viðlíka sem upp munu koma þarf þjóðin að taka afstöðu í samvinnu við ÍSÍ. Afstöðuleysi okkar í hádeginu á morgun er gargandi þriggja stiga þögn. Höfundur er prestur og siðfræðingur
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar