Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:31 „Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun