Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:31 „Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
„Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun