Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar 26. ágúst 2025 09:01 OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar