Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma skrifar 12. mars 2016 18:04 Umsækjendur um alþjóðalega vernd eru ekki sérstök, „tegund“ manna. Þeir eru manneskjur. ,,Að leita hælis“ er staða sem hvaða manneskja sem er gæti lent í vegna hættu sem gæti ógnað henni í heimalandi hennar. Að baki sérhverri umsókn um alþjóðlega vernd liggur saga manneskju sem hefur lent í mikinn erfiðleikum og jafnvel þótt sögurnar eigi margt sameiginlegt þá er hver saga einstök. Amir Shokrogozar frá Íran á sína sögu. Hér er stutt samantekt hans sögu. Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Það er ef til vill óþarft að útskýra hvers vegna hann þyrfti að flýja heimaland sitt, Íran, en fyrir þá sem ekki vita þá kveður 110 gr. og 111 gr. refsilaga íslamska lýðveldisins Írans á um að kynmörk milli tveggja einstaklinga af sama kyni varði dauðarefsingu. Amir flúði Íran árið 2009 og dvaldi í Tyrklandi í eitt ár, þaðan fór hann til Ítalíu í gegnum Grikkland. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Ítalíu. Þar var honum sagt: ,,Við gefum þér sex mánaðar dvalarleyfi, en eftir það verður þú sendur baka til Grikklands“. En í raun virðist hann hafa fengið dvalarleyfi sem flóttamaður í einhvern tíma á meðan hann dvaldi í Ítalíu en þar var hann í 11 mánuði. En Amir fékk hins vegar aldrei neina formlega tilkynningu um það.Kynferðislegt ofbeldiAmir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu. Þá var ekkert annað sem beið hans nema gatan því hann gat ekki fengið vinnu, íbúð eða mat. Þetta var mjög erfiður tími fyrir Amir. Svo skömmu eftir alvarlegt líkamlegt og andlegt áfall var hann neyddur til að lifa á götunni þar sem hann fékk enga formlega aðstoð sem flóttamaður. Hann fór því til Svíþjóðar. Hann sótti ekki um hæli í Svíþjóð. Lögfræðingur sem hann hafði hitti gaf honum það ráð að ef hann myndi sækja um hæli í Svíþjóð yrði hann sendur aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglunnar. Hann var ólöglegur útlendingur í þrjú ár þar í Svíþjóð. Hann tók svarta vinnu að sér af og til svo að hann gæti lifað af. Það leituðu oft á hann sjálfsvígshugsanir þegar hann varð þreyttur á að leita sér að stað til að gista á hverja einustu nótt. Í Svíþjóð kynntist Amir kristninni í gegnum vin sinn og hann naut þess að sækja messu í St. Klarakirkju í Stokkhólmi og fá góða fræðslu um hana sem leikmaður og hann lét skírast. Þá fékk Amir annað ráð frá vini sínum um að Ísland gæti verið rétti staðurinn fyrir hann því þar byggi sú þjóð sem taldist meðal þeirra sem minnsta fordóma hafa til samkynhneigðra. Hann kom til Íslands júní 2015 og sótti þá um alþjóðlega vernd.Hvað er mannúðarlegt sjónarmið? Amir fékk synjun frá útlendingastofnun í september 2015, og einnig synjun frá kærunefnd útlendingamála í janúar 2016. Nú stendur hann frammi fyrir brottvísun til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Álit útlendingastofnunar er í stuttu máli sagt þannig: í fyrsta lagi fékk Amir dvalarleyfi í Ítalíu (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn), í öðru lagi virðist ástæða flutnings Amirs vera á efnahagslegum nótum, en ekki að hann óttist öryggi sitt (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn). Í þriðju lagi, þó að aðstæður flóttafólks í Ítalíu séu ekki viðunandi, þá bannar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ekki endursendingu flóttafólks til þangað (réttlæting brottvísunar). Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“(úr úrskurði ÚTL – réttlæting brottvísunar). Álit kærunefndar útlendingamála er á sömu nótum. Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun. Kærunefndin segir að Ítalía hafi veitt Amir vernd. Er það rétt? Mig langar að spyrja. Við þurfum að lesa sögu Amirs heildstætt. Amir var aðeins 11 mánuði á Ítalíu. Hann skildi ekki hvað var að gerast í kringum sig því hann fékk ekki nægar upplýsingar. Hann trúði því að hann myndi verða sendur til Grikklands eftir hálft ár. Þá var ráðist á hann og honum nauðgað. Álit Útlendingastofnunar og kærunefndar þykir lítið til þeirrar lífsreynslu koma og það vekur mér ekkert annað en undrun. Hann áleit sig öruggari á götunni en í flóttamannabúðunum en þar vantaði hann vitaskuld húsaskjól og mat. Amir áleit að hann fengi aldrei vernd á Ítalíu. Allt þetta reið yfir Amir á fáum mánuðum, næstum samstundis. Að sundurgreina sögu hans eins og yfirvöld hafa gert er hvorki réttlátt né mannúðlegt. Það er nauðsynlegt að lesa og skilja söguna sem heild, skilja aðstæðurnar þar sem Amir hafði verið settur og hugsa hvort hann eigi skilið mannúðarlega björgun eða ekki. Lögfræðileg sundurgreining hlýtur að vera mikilvæg fyrir lögfræðing til að rökstyðja eitthvert mál og sinna starfi sínu almennilega. Ég gagnrýni ekki alla sundurgreiningu. En þegar um mannúðarsjónarmið er að ræða, þá þurfum við að skoða heildarmynd sögunnar, manns eins og Amir. Mannúðarsjónarmið skoða hlutina heildrænt og hvað það er sem mótar lífsreynslu manns og möguleika í lífinu. Það sem sést ekki í rofnum hlutum getur sést í heildarmynd og heildarsögu. Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðalega vernd eru ekki sérstök, „tegund“ manna. Þeir eru manneskjur. ,,Að leita hælis“ er staða sem hvaða manneskja sem er gæti lent í vegna hættu sem gæti ógnað henni í heimalandi hennar. Að baki sérhverri umsókn um alþjóðlega vernd liggur saga manneskju sem hefur lent í mikinn erfiðleikum og jafnvel þótt sögurnar eigi margt sameiginlegt þá er hver saga einstök. Amir Shokrogozar frá Íran á sína sögu. Hér er stutt samantekt hans sögu. Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Það er ef til vill óþarft að útskýra hvers vegna hann þyrfti að flýja heimaland sitt, Íran, en fyrir þá sem ekki vita þá kveður 110 gr. og 111 gr. refsilaga íslamska lýðveldisins Írans á um að kynmörk milli tveggja einstaklinga af sama kyni varði dauðarefsingu. Amir flúði Íran árið 2009 og dvaldi í Tyrklandi í eitt ár, þaðan fór hann til Ítalíu í gegnum Grikkland. Hann sótti um alþjóðlega vernd í Ítalíu. Þar var honum sagt: ,,Við gefum þér sex mánaðar dvalarleyfi, en eftir það verður þú sendur baka til Grikklands“. En í raun virðist hann hafa fengið dvalarleyfi sem flóttamaður í einhvern tíma á meðan hann dvaldi í Ítalíu en þar var hann í 11 mánuði. En Amir fékk hins vegar aldrei neina formlega tilkynningu um það.Kynferðislegt ofbeldiAmir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu. Þá var ekkert annað sem beið hans nema gatan því hann gat ekki fengið vinnu, íbúð eða mat. Þetta var mjög erfiður tími fyrir Amir. Svo skömmu eftir alvarlegt líkamlegt og andlegt áfall var hann neyddur til að lifa á götunni þar sem hann fékk enga formlega aðstoð sem flóttamaður. Hann fór því til Svíþjóðar. Hann sótti ekki um hæli í Svíþjóð. Lögfræðingur sem hann hafði hitti gaf honum það ráð að ef hann myndi sækja um hæli í Svíþjóð yrði hann sendur aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglunnar. Hann var ólöglegur útlendingur í þrjú ár þar í Svíþjóð. Hann tók svarta vinnu að sér af og til svo að hann gæti lifað af. Það leituðu oft á hann sjálfsvígshugsanir þegar hann varð þreyttur á að leita sér að stað til að gista á hverja einustu nótt. Í Svíþjóð kynntist Amir kristninni í gegnum vin sinn og hann naut þess að sækja messu í St. Klarakirkju í Stokkhólmi og fá góða fræðslu um hana sem leikmaður og hann lét skírast. Þá fékk Amir annað ráð frá vini sínum um að Ísland gæti verið rétti staðurinn fyrir hann því þar byggi sú þjóð sem taldist meðal þeirra sem minnsta fordóma hafa til samkynhneigðra. Hann kom til Íslands júní 2015 og sótti þá um alþjóðlega vernd.Hvað er mannúðarlegt sjónarmið? Amir fékk synjun frá útlendingastofnun í september 2015, og einnig synjun frá kærunefnd útlendingamála í janúar 2016. Nú stendur hann frammi fyrir brottvísun til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Álit útlendingastofnunar er í stuttu máli sagt þannig: í fyrsta lagi fékk Amir dvalarleyfi í Ítalíu (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn), í öðru lagi virðist ástæða flutnings Amirs vera á efnahagslegum nótum, en ekki að hann óttist öryggi sitt (nægileg ástæða til að synja hælisumsókn). Í þriðju lagi, þó að aðstæður flóttafólks í Ítalíu séu ekki viðunandi, þá bannar Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna ekki endursendingu flóttafólks til þangað (réttlæting brottvísunar). Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“(úr úrskurði ÚTL – réttlæting brottvísunar). Álit kærunefndar útlendingamála er á sömu nótum. Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun. Kærunefndin segir að Ítalía hafi veitt Amir vernd. Er það rétt? Mig langar að spyrja. Við þurfum að lesa sögu Amirs heildstætt. Amir var aðeins 11 mánuði á Ítalíu. Hann skildi ekki hvað var að gerast í kringum sig því hann fékk ekki nægar upplýsingar. Hann trúði því að hann myndi verða sendur til Grikklands eftir hálft ár. Þá var ráðist á hann og honum nauðgað. Álit Útlendingastofnunar og kærunefndar þykir lítið til þeirrar lífsreynslu koma og það vekur mér ekkert annað en undrun. Hann áleit sig öruggari á götunni en í flóttamannabúðunum en þar vantaði hann vitaskuld húsaskjól og mat. Amir áleit að hann fengi aldrei vernd á Ítalíu. Allt þetta reið yfir Amir á fáum mánuðum, næstum samstundis. Að sundurgreina sögu hans eins og yfirvöld hafa gert er hvorki réttlátt né mannúðlegt. Það er nauðsynlegt að lesa og skilja söguna sem heild, skilja aðstæðurnar þar sem Amir hafði verið settur og hugsa hvort hann eigi skilið mannúðarlega björgun eða ekki. Lögfræðileg sundurgreining hlýtur að vera mikilvæg fyrir lögfræðing til að rökstyðja eitthvert mál og sinna starfi sínu almennilega. Ég gagnrýni ekki alla sundurgreiningu. En þegar um mannúðarsjónarmið er að ræða, þá þurfum við að skoða heildarmynd sögunnar, manns eins og Amir. Mannúðarsjónarmið skoða hlutina heildrænt og hvað það er sem mótar lífsreynslu manns og möguleika í lífinu. Það sem sést ekki í rofnum hlutum getur sést í heildarmynd og heildarsögu. Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun