Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Sveinn Arnarsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Fangar á Akureyri vilja frekar vera lokaðir inni á Akureyri en frjálsir syðra. Eina leiðin til að ljúka afplánun utan fangelsis er að vera í Reykjavík. „Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
„Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mikilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akureyri,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Fangar á Akureyri velja margir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur.Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndarFréttablaðið greindi frá því á fimmtdag að eina áfangaheimilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplánun utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefur leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akureyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börnum.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrradag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núllinu og „halda sjó“ eins og hann orðaði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norðurlandi sökum fjárskorts.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðarUnnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun málaflokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heildarsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira