Nýtum frídagana til að skoða landið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 07:30 Jacob Schoop segist klár í 90 mínútur gegn Blikum. Vísir/Stefán „Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti