„Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 21:14 Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik síðan 2020 í kvöld. Vísir/Anton Brink Fanndís Friðriksdóttir lék sinn fyrsta landsleik í um fimm ár er Ísland mátti þola 0-2 tap gegn Frökkum í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Fanndís kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik kvöldsins, en hún var varla búin að koma sér í stöðu þegar fyrra mark Frakka kom. „Ég kom eiginlega inn á bara á sömu sekúndu og það var skorað. Ég var ekki almennilega komin í stöðu og ég var hálf hissa á að hún hafi flautað leikinn í gang á þessu mómenti,“ sagði Fanndís í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í leikslok. „Hún á að leyfa manni að koma sér almennilega inn á völlinn, en það er bara eins og það er. Þetta var bara mjög svekkjandi.“ „Ég var allavega ekki komin í þá stöðu sem ég átti að vera í þegar innkastið var tekið. Þannig að já, hún flautaði aðeins of snemma.“ Hún segir að þó þetta hafi ekki verið hennar maður sem skapaði markið þá hafi þetta klárlega haft áhrif á varnarleik Íslands. „Nei, en ég hefði getað tvöfaldað með bakverðinum á kantmanninn.“ Þrátt fyrir svekkelsið er Fanndís hins vegar ánægð með að vera mætt aftur í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það er bara frábært. Það er eins og maður hafi aldrei farið.“ Hún segir það þó ekki áhyggjuefni að íslenska liðið sé nú án sigurs í tíu leikjum í röð, þrátt fyrir að EM sé á næsta leyti. „Auðvitað vill maður alltaf vinna leiki. Það munaði litlu fannst mér á móti Noregi þar sem við hefðum getað verið 2-0 yfir í hálfleik og þá hefði staðan kannski orðið öðruvísi. En það er alltaf þetta ef og hefði. En ekkert áhyggjuefni.“ „Það er bara nýtt mót að byrja, sem er EM, og það er allt hægt þar. Við erum ekkert að pæla í því hvort það hafi verið sigur í síðasta leik eða ekki.“ Að lokum vildi Fanndís þó aðeins gera sér hóflegar vonir um það að vera í EM-hópnum. „Ég hef ekkert spjallað við hann (Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara) um það. Ég held bara áfram að gera mitt og svo bara sjáum við til,“ sagði Fanndís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira