Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2015 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á ársfundinum í gær. Vísir/Valli „Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þingsályktun sem kvað á um að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upphaflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Landspítala á þessum stað hefur staðið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbyggingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögulegt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvalsnefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013.Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut.Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsályktun um nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspítali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaaðgerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstaðan við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Á Facebook-síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðanir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hringbrautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmdunum. Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þingsályktun sem kvað á um að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upphaflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Landspítala á þessum stað hefur staðið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbyggingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögulegt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvalsnefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013.Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut.Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsályktun um nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspítali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaaðgerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstaðan við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Á Facebook-síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðanir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hringbrautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmdunum.
Alþingi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira