SOS helmingur kvenna í hættu Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar