Ísland lifandi tilraunastofa í þrjú ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson. Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið lifandi tilraunastofa í jarðvísindum fyrir jarðvísindamenn um alla Evrópu. Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni og nú síðast í Skaftá hafa nýst vel við rannsóknir sem miða meðal annars að því að vísindamenn geti varað við umbrotum með löngum fyrirvara. Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos. Þess vegna er mjög mikilvægt að aflað sé þekkingar á þessum fyrirbærum og best væri að geta spáð fyrir um þau með góðum fyrirvara. Eyjafjallagosið árið 2010, sem meðal annars leiddi til mikilla truflana á flugumferð í Evrópu, varð til þess að auka áhuga Evrópuþjóða á eldfjallarannsóknum. Undanfarin þrjú ár hefur Evrópusambandið styrkt risastórt verkefni jarðvísindamanna sem kallast FutureVolc um tæpar 850 milljónir króna. Háskóli Íslands og Veðurstofan leiða verkefnið sem fimm aðilar koma að hér á landi ásamt yfir hundrað vísindamönnum frá tíu löndum. Í tengslum við rannsóknina hefur víðtæku neti mælitækja verið komið upp á óróasvæðum á Íslandi.Stórkostlegustu hamfarir jarðarinnar fyrir utan veðrið eru jarðskjálftar, flóð og eldgos.Mynd/Hörður JónassonNýjar aðferðir og tæki hafa verið þróuðFreysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri þessarar rannsóknar sem hann segir hafa skilað miklum árangri m.a. með víðtæku neti mælinga. „En það er margt annað. Það er búið að vera að þróa aðferðir. Það er verið að þróa ný tæki. Til að mynda tæki sem á að geta mælt öskufall sjálfvirkt þegar það gerist. Það er tæki sem sett er út í mörkina. Það er verið að þróa upplýsingagjöf til almannavarna og almennings, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Freysteinn. Fjöldi vísindamanna sem komið hefur að verkefninu kom saman í Hveragerði í dag til að fara yfir árangur þess og kynna niðurstöður fyrir hagsmunaaðilum. Frá því verkefnið hófst hefur mikið verið um að vera í náttúru Íslands sem nýst hefur rannsókninni vel, ekki hvað síst umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. „Þessi atburður er í raun best vaktaði slíki atburður í heiminum,“ segir Freysteinn. Vísindamenn á Veðurstofunni náðu til að mynda að kortleggja mun nákvæmar en áður hvernig bergkvikan ferðaðist langar leiðir neðanjarðar áður en hún braust upp á yfirborðið sem nýtist við mótun líkana. En allar þessar rannsóknir miða að því vara við hamförum og meta áhrif þeirra til að mynda vegna ösku í háloftunum. „Í þessu verkefni með þessu víðtæka samstarfsneti lögðum við upp með að reyna að tengja saman rannsóknir og vöktun. Þannig að allar upplýsingar nýtist sem best bæði til að gefa upplýsingar til almannavarna og yfirvalda en einnig til þeirra sem stjórna flugumferð og til heimsins alls í rauninni þegar stórt eldgos verður hérna næst,“ segir Freysteinn Sigmundsson.
Bárðarbunga Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent