Flóttamenn á Íslandi Gunnhildur Árnadóttir skrifar 11. september 2015 10:00 Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Í stuttu máli má segja, að með aðild að samningnum samþykki Íslendingar skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður, og fylgi þeim reglum, sem um þá eru settar í alþjóðasamningum. Flóttamenn, sem eru skrásettir í flóttamannabúðum UNHCR, og hafa fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, geta stundum ekki nýtt sér vernd í því landi, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja þá til þriðja lands. Þegar svo er, þá biðla SÞ til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins. Þessir flóttamenn eru oft nefndir „kvótaflóttamenn“, þ.e. „resettlement refugees“. Hælisleitendur, sem oft eru nefndir svo í fréttum, eru ekki í þessum hópi. Það eru þessir kvótaflóttamenn, sem rætt er hvort Íslendingar eigi að taka við. Flóttamenn, sem nú þegar hafa verið skilgreindir sem slíkir og eiga skýlausan rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Íslendingar hafa í yfir 50 ár verið aðilar að samningi, sem staðfestir þennan rétt þeirra. Það virðist sem þessi staðreynd hafi farið fram hjá meirihluta þeirra, sem mæla gegn móttöku flóttamanna. Hér er ekki um að ræða einhverja „lukkuriddara“, sem stökkva um borð í báta í leit að betur launaðri vinnu, eða konur og unglingsstúlkur, sem hafa heyrt að gaman sé að versla í Lindex. Þvert á móti er hér um að ræða fólk, sem æðstu yfirvöld flóttamannamála í heiminum hafa viðurkennt sem einstaklinga sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“ (skilgreining á hugtakinu flóttamaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna). Við höfum öll séð myndirnar í fréttum og á samfélagsmiðlum. Enginn gerir að gamni sínu að koma sér í þá stöðu, sem þar birtist okkur. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið á móti níu kvótaflóttamönnum að meðaltali á ári. Það eru tæplega þrír flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar hafa Finnar tekið við tíu sinnum fleiri, eða 34 á hverja 100.000, Norðmenn 123 á hverja 100.000 og Svíar 160 á hverja 100.000. Ef við öll þykjumst í augnablik vera sammála um, að taka eigi við kvótaflóttamönnum og fjölga í hópnum; hvernig á þá að standa að því, og hversu mörgum eigum við að taka við? Persónulega tel ég, að í stað þess að taka við 50, þá þyrfti talan að vera mun hærri. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að keppa við hæstu tölur nágrannaríkjanna, enda værum við þá að tala um yfir 400 manns á ári, sem íslenska aðferðin við móttöku flóttamanna myndi ekki ráða við. Fram að þessu hefur Rauði kross Íslands borið hitann og þungann af móttöku flóttamanna á Íslandi, og hafa samtökin staðið sig með eindæmum vel við það verkefni. Þetta má greina í öllum viðhorfskönnunum og viðtölum, sem tekin hafa verið við flóttamenn, búsetta á Íslandi. En ef íslensk ríkisstjórn ræðst í það verkefni að veita fjölda kvótaflóttamanna búsetu á Íslandi, þá er það ekki raunsætt að ætlast til þess, að félagasamtök og sjálfboðaliðar annist það verkefni alfarið. Það þarf að setja ákveðinn ramma utan um þjónustu við flóttamenn og aðlögun þeirra að samfélaginu. Í Noregi tilheyrir þessi þjónusta sveitarfélögunum. Þegar skrifað er undir samning um búsetu flóttamanns í tilteknu sveitarfélagi, þá flyst viðkomandi frá flóttamannahæli (asylmottak) til sveitarfélagsins. Það er þá á ábyrgð sveitarfélagsins að útvega einstaklingi eða fjölskyldu húsnæði, hvort sem það er á almennum leigumarkaði eða í félagsbústöðum. Einnig ber sveitarfélaginu skylda til að tryggja einstaklingunum aðlögunarferli, sem felur í sér norskukennslu, samfélagskennslu, ásamt öðru námi og verkefnum, sem miða að því að viðkomandi geti á tveimur árum útskrifast úr þessu ferli og við taki launuð atvinna eða framhaldsnám. Þetta ferli er ekki gallalaust, en mætti þó taka til fyrirmyndar, þegar Íslendingar ráðast í móttöku og aðlögun nýrra flóttamanna. Að mörgu er að huga og mikilvægt, að vel sé staðið að þessu starfi, og þá ekki síst heilbrigðisþættinum. Hlýhugurinn, sem komið hefur fram í íslensku samfélagi síðustu daga, er stórkostlegur. Ég vil þó benda á, að þessar lausnir eru flestar hverjar skammtímalausnir. Þær eru sannarlega mikilvægar, þegar neyðin ber að dyrum. Um leið er þó nauðsynlegt, að hefja vinnu og leit að langtímalausnum og framhaldsaðstoð skipulögð. Tryggja þarf að hægt sé að veita þá þjónustu sem flóttamennirnir þurfa á að halda, á tungumáli sem þeir skilja. Því er mikilvægt að túlkaþjónusta sé fyrir hendi innan heilbrigðisgeirans, að nægt framboð sé af sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og að íslenskukennsla geti farið fram, þó ekki sé nema að einhverju leyti, á móðurmáli flóttamannanna. Við þá, sem álíta að íslensk stjórnvöld ættu fyrsta að taka til heima fyrir, áður en ráðist er í að flytja þurfandi fólk til landsins, vil ég segja þetta: Þessir valmöguleikar útiloka ekki hvor annan! Það er ekki verið að ræða um að taka af fólki þau réttindi sem fylgja því að vera íslenskur ríkisborgari og færa flóttamönnum hann í staðinn á silfurfati. Haldið verður áfram að vinna í málefnum öryrkja, heimilislausra, geðsjúkra og aldraðra, samhliða vinnu við málefni flóttamanna. Svo verður bara að segjast að vandamálin heima fyrir verða svo ósköp lítilvæg, sé litið á þau í samanburði við þau vandamál sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr baráttu þeirra sem erfitt eiga á Íslandi, en munum það að yfir 2.600 manns hafa látist það sem af er ári við það eitt að reyna að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum úr lífshættu! Ég efast um að nokkrir Íslendingar sjái sinn einasta lífsmöguleika í því að hætta lífi og limum við að setjast um borð í árabát og leggja í langferð yfir hafið til nágrannalandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Í stuttu máli má segja, að með aðild að samningnum samþykki Íslendingar skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður, og fylgi þeim reglum, sem um þá eru settar í alþjóðasamningum. Flóttamenn, sem eru skrásettir í flóttamannabúðum UNHCR, og hafa fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, geta stundum ekki nýtt sér vernd í því landi, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja þá til þriðja lands. Þegar svo er, þá biðla SÞ til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins. Þessir flóttamenn eru oft nefndir „kvótaflóttamenn“, þ.e. „resettlement refugees“. Hælisleitendur, sem oft eru nefndir svo í fréttum, eru ekki í þessum hópi. Það eru þessir kvótaflóttamenn, sem rætt er hvort Íslendingar eigi að taka við. Flóttamenn, sem nú þegar hafa verið skilgreindir sem slíkir og eiga skýlausan rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Íslendingar hafa í yfir 50 ár verið aðilar að samningi, sem staðfestir þennan rétt þeirra. Það virðist sem þessi staðreynd hafi farið fram hjá meirihluta þeirra, sem mæla gegn móttöku flóttamanna. Hér er ekki um að ræða einhverja „lukkuriddara“, sem stökkva um borð í báta í leit að betur launaðri vinnu, eða konur og unglingsstúlkur, sem hafa heyrt að gaman sé að versla í Lindex. Þvert á móti er hér um að ræða fólk, sem æðstu yfirvöld flóttamannamála í heiminum hafa viðurkennt sem einstaklinga sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“ (skilgreining á hugtakinu flóttamaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna). Við höfum öll séð myndirnar í fréttum og á samfélagsmiðlum. Enginn gerir að gamni sínu að koma sér í þá stöðu, sem þar birtist okkur. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið á móti níu kvótaflóttamönnum að meðaltali á ári. Það eru tæplega þrír flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar hafa Finnar tekið við tíu sinnum fleiri, eða 34 á hverja 100.000, Norðmenn 123 á hverja 100.000 og Svíar 160 á hverja 100.000. Ef við öll þykjumst í augnablik vera sammála um, að taka eigi við kvótaflóttamönnum og fjölga í hópnum; hvernig á þá að standa að því, og hversu mörgum eigum við að taka við? Persónulega tel ég, að í stað þess að taka við 50, þá þyrfti talan að vera mun hærri. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að keppa við hæstu tölur nágrannaríkjanna, enda værum við þá að tala um yfir 400 manns á ári, sem íslenska aðferðin við móttöku flóttamanna myndi ekki ráða við. Fram að þessu hefur Rauði kross Íslands borið hitann og þungann af móttöku flóttamanna á Íslandi, og hafa samtökin staðið sig með eindæmum vel við það verkefni. Þetta má greina í öllum viðhorfskönnunum og viðtölum, sem tekin hafa verið við flóttamenn, búsetta á Íslandi. En ef íslensk ríkisstjórn ræðst í það verkefni að veita fjölda kvótaflóttamanna búsetu á Íslandi, þá er það ekki raunsætt að ætlast til þess, að félagasamtök og sjálfboðaliðar annist það verkefni alfarið. Það þarf að setja ákveðinn ramma utan um þjónustu við flóttamenn og aðlögun þeirra að samfélaginu. Í Noregi tilheyrir þessi þjónusta sveitarfélögunum. Þegar skrifað er undir samning um búsetu flóttamanns í tilteknu sveitarfélagi, þá flyst viðkomandi frá flóttamannahæli (asylmottak) til sveitarfélagsins. Það er þá á ábyrgð sveitarfélagsins að útvega einstaklingi eða fjölskyldu húsnæði, hvort sem það er á almennum leigumarkaði eða í félagsbústöðum. Einnig ber sveitarfélaginu skylda til að tryggja einstaklingunum aðlögunarferli, sem felur í sér norskukennslu, samfélagskennslu, ásamt öðru námi og verkefnum, sem miða að því að viðkomandi geti á tveimur árum útskrifast úr þessu ferli og við taki launuð atvinna eða framhaldsnám. Þetta ferli er ekki gallalaust, en mætti þó taka til fyrirmyndar, þegar Íslendingar ráðast í móttöku og aðlögun nýrra flóttamanna. Að mörgu er að huga og mikilvægt, að vel sé staðið að þessu starfi, og þá ekki síst heilbrigðisþættinum. Hlýhugurinn, sem komið hefur fram í íslensku samfélagi síðustu daga, er stórkostlegur. Ég vil þó benda á, að þessar lausnir eru flestar hverjar skammtímalausnir. Þær eru sannarlega mikilvægar, þegar neyðin ber að dyrum. Um leið er þó nauðsynlegt, að hefja vinnu og leit að langtímalausnum og framhaldsaðstoð skipulögð. Tryggja þarf að hægt sé að veita þá þjónustu sem flóttamennirnir þurfa á að halda, á tungumáli sem þeir skilja. Því er mikilvægt að túlkaþjónusta sé fyrir hendi innan heilbrigðisgeirans, að nægt framboð sé af sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og að íslenskukennsla geti farið fram, þó ekki sé nema að einhverju leyti, á móðurmáli flóttamannanna. Við þá, sem álíta að íslensk stjórnvöld ættu fyrsta að taka til heima fyrir, áður en ráðist er í að flytja þurfandi fólk til landsins, vil ég segja þetta: Þessir valmöguleikar útiloka ekki hvor annan! Það er ekki verið að ræða um að taka af fólki þau réttindi sem fylgja því að vera íslenskur ríkisborgari og færa flóttamönnum hann í staðinn á silfurfati. Haldið verður áfram að vinna í málefnum öryrkja, heimilislausra, geðsjúkra og aldraðra, samhliða vinnu við málefni flóttamanna. Svo verður bara að segjast að vandamálin heima fyrir verða svo ósköp lítilvæg, sé litið á þau í samanburði við þau vandamál sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr baráttu þeirra sem erfitt eiga á Íslandi, en munum það að yfir 2.600 manns hafa látist það sem af er ári við það eitt að reyna að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum úr lífshættu! Ég efast um að nokkrir Íslendingar sjái sinn einasta lífsmöguleika í því að hætta lífi og limum við að setjast um borð í árabát og leggja í langferð yfir hafið til nágrannalandanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar