Guðni líkir Pírötum við Veðurstofuna og Ragnar Reykás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2015 11:14 Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu "að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur "hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. vísir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Pírata vera eins og Veðurstofuna í þeirri flóru flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi. Guðni segir óánægða kjósendur safnast þar saman „til að gá til veðurs í pólitíkinni,“ eins og hann orðar það í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Leiða má líkum að því að tilefnið sé gríðarlega mikil fylgisaukning Pírata seinustu mánuði en ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 36 prósenta fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra síðan rétt eftir hrun haustið 2008, er nú 21,6 prósent, og fylgi Framsóknarflokksins er 12 prósent.Telur Pírata bara tala um veðrið og atburði líðandi stundar Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu „að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. Þá fara þeir að berjast innbyrðis og takast á um punkta og kommur.“ Að mati Guðna finnst flestum snjallast hjá Pírötum að vera eins og Veðurstofan eða Jón og Gunna og tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar. Guðni segir jafnframt í grein sinni að enginn viti hverjir Píratar eru eða hvert þeir eru að fara enda séu þeir „galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu augnabragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna sem er svo einlægt og yndislegt.“„Hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni“ Guðni gerir jafnframt að umtalsefni að Píratar vilji nota næsta kjörtímabil til að semja sig inn í ESB en Guðni segir að engum detti það í hug vegna þeirrar óvissu og vandræða innan sambandsins. Þá nái tal Pírata um að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi eyrum almennings og þyki flott. „Og þegar flokkshestarnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo?“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni skrifa Guðna og vitnar í Bob Dylan: "You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Í tilefni skrifa Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Píratar séu Veðurstofan ætla ég að vitna í Bob Dylan:"You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, 3 September 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34 Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir Pírata vera eins og Veðurstofuna í þeirri flóru flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi. Guðni segir óánægða kjósendur safnast þar saman „til að gá til veðurs í pólitíkinni,“ eins og hann orðar það í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Leiða má líkum að því að tilefnið sé gríðarlega mikil fylgisaukning Pírata seinustu mánuði en ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup eru Píratar stærsti stjórnmálaflokkur landsins með 36 prósenta fylgi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra síðan rétt eftir hrun haustið 2008, er nú 21,6 prósent, og fylgi Framsóknarflokksins er 12 prósent.Telur Pírata bara tala um veðrið og atburði líðandi stundar Guðni segir að það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu „að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum, þar með yrðu þeir venjulegur „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur. Þá fara þeir að berjast innbyrðis og takast á um punkta og kommur.“ Að mati Guðna finnst flestum snjallast hjá Pírötum að vera eins og Veðurstofan eða Jón og Gunna og tala bara um veðrið og atburði líðandi stundar. Guðni segir jafnframt í grein sinni að enginn viti hverjir Píratar eru eða hvert þeir eru að fara enda séu þeir „galopnir í báða enda í hverju máli. Og oft minna þeir mann á okkar mesta stjórnmálamann, Ragnar Reykás. Þeir geta nefnilega á einu augnabragði skipt um skoðun og skammað sjálfa sig fyrir vitleysuna sem er svo einlægt og yndislegt.“„Hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni“ Guðni gerir jafnframt að umtalsefni að Píratar vilji nota næsta kjörtímabil til að semja sig inn í ESB en Guðni segir að engum detti það í hug vegna þeirrar óvissu og vandræða innan sambandsins. Þá nái tal Pírata um að það sé skemmtilegra að vera í tjörunni en á Alþingi eyrum almennings og þyki flott. „Og þegar flokkshestarnir í hefðbundnum stjórnmálaflokkum með þvælda stefnuskrá fara í fýlu er svo auðvelt í gleði sinni eða reiði að segjast vera Pírati og ætla að kjósa þá. Því vilja margir bara hafa Píratana eins og þeir eru. Nú hefur enginn horn í síðu þeirra og þeir reka svona hvíldarheimili fyrir þá sem eru á milli vita í pólitíkinni. Í dag eru þeir öðruvísi flokkur, stefnulausir mælast hátt, hvað svo?“ Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni skrifa Guðna og vitnar í Bob Dylan: "You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Í tilefni skrifa Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Píratar séu Veðurstofan ætla ég að vitna í Bob Dylan:"You don't need a weatherman to know which way the wind blows."Posted by Halldór Auðar Svansson on Thursday, 3 September 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34 Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Finnst Píratar vera óskrifað blað Fjármálaráðherra segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að aðlagast breyttum veruleika. 28. ágúst 2015 08:34
Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. 1. september 2015 07:00
Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10
Ætla sér að færa valdið til almennings Aðalfundur Pírata lofar íslensku þjóðinni að samþykkja nýja stjórnarskrá og koma á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. 31. ágúst 2015 07:45