Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson er fráfarandi formaður utanríkismálanefndar en hann verður nú fyrsti varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Frá þessu er greint á vef RÚV en breytingin mun taka gildi á morgun þegar Alþingi verður sett.
Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra í nóvember í fyrra í kjölfar lekamálsins. Hún fór einnig í leyfi frá þingstörfum en settist aftur á þing í vor. Frá því var greint í fréttum Stöðvar 2 í lok ágúst að Hanna Birna ætli að bjóða sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar

Tengdar fréttir

Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins
Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins.