Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi Snærós Sindradóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Mikið mun mæða á Eygló Harðardóttur á komandi þingi. Andstæðingar segja pólitískt líf hennar velta á velgengninni. vísir/Stefán Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum. Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum.
Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira