Níu þingmenn hlýddu á hugvekju Siðmenntar um fulltrúalýðræði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 16:03 Sigurður Hólm Gunnarsson Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar. Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar.
Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira