„Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 11:00 Andrés Indriðason Vísir/Arnþór „Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga. Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
„Ég kann svo sem engin önnur svör en kannski þau að karlar hafa verið meira áberandi í gegnum árin,“ segir Andrés Indriðason dagskrárgerðarmaður aðspurður um hlutföll kynja og karla í þáttunum Íslendingar. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á RÚV og eru ellefu þættir í þáttaröðinni sem nú er til sýningar. Í frétt sem skrifuð var á vefsíðu RÚV þann 11. ágúst síðastliðinn er fjallað um þættina sem nú eru til sýninga. Fréttinni fylgir mynd af tíu þjóðþekktum körlum og Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu. Virðist sem hlutfallið tíu karlar á móti einni konu hafi farið öfugt ofan í fjölmarga netverja. Myndin sem kveikti umræðu meðal fólks í hópum á borð við Fjölmiðlanördar, Kynjabilið og í dreifingu fólks á Facebook.Myndin er af vef RÚVSex ára vinna „Þetta lýsir kannski tíðarandanum,“ segir Andrés sem bendir þó á að Herdís sé langt í frá eina konan í þáttaröðinni sem var í vinnslu í sex ár. Fjölmargir þættir hafa þegar verið sýndir og fleiri framundan. „Auðvitað vil ég hafa sem flestar konur,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn. Aðspurður um fleiri konur sem ýmist hafa komið fram í þáttunum eða eigi eftir að birtast á skjám landsmanna nefnir Andrés meðal annars leikkonurnar Áróru Halldórsdóttur, Nínu Sveinsdóttur og Emilíu Jónsdóttir sem verði saman í einum þætti, Guðrúnu Símonar, Ellý Vilhjálms og Svövu Jakobs. Brynja Benediktsdóttir, Bergþóra Árnadóttir og María Markan koma einnig upp í koll Andrésar sem hafði upplýsingarnar ekki á reiðum höndum þegar blaðamaður náði í hann í morgun. Því virðist sem fjöldi kvenna í þeirri þáttaröð sem nú er til sýningar sé sérstaklega lítill. Andrés kann ekki skýringar á því hvers vegna svo sé en það sé dagskárstjóri sem hafi ákveðið að sýna ákveðinn fjölda þátta í einu. Allir þættirnir séu tilbúnir til sýninga.Vilja sem flestar konur Andrés segir þættina líklega 40-50 í heildina og af þeim megi ætla að konur séu til umfjöllunar í á annan tug þátta. Það sé ekki hægt að horfa fram hjá því að karlar eru í meirihluta. Það eigi sér samfélagslegar skýringar. Karlar hafi verið meira áberandi, t.d. á þingi þó nú sé það að breytast. Séu 30-40 ára gamlar myndir frá Alþingi skoðaðar þá eru þar nær eingöngu karlar. „Auðvitað er það vilji minn og sjónvarpsins að það séu sem flestar konur,“ segir Andrés. Magnús Ingimarsson verður til umfjöllunar í næsta þætti sem er sá sjöundi í röðinni af ellefu í þeirri þáttaröð sem nú er til sýninga.
Alþingi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent