Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2015 20:28 Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur. Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur.
Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira