Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 12:19 Eva Bergþóra Guðbergsdóttir er samskiptastjóri borgarinnar. Skjáskot/Reykjavíkurborg Talsverða athygli vakti í gær þegar opinber Facebook-aðgangur Reykjavíkurborgar smellti svokölluðu „læki“ á frétt um sögulega mikla mælda óánægju með stjórnarandstöðuna. „Lækið“ er ekki einsdæmi og samskiptastjóri borgarinnar segir málið óheppilegt. Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Vísir greindi í gær frá niðurstöðum skoðanakönnunar, sem bentu til þess að landinn væri ekki ánægður með stjórnarandstöðuna, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Miðflokki. Eins og gengur var fréttinni deilt á samfélagsmiðlinum Facebook og þar fékk færslan „læk“ frá Reykjavíkurborg. Glöggir netverjar komu auga á „lækið“Skjáskot Athugulir notendur Facebook bentu Vísi á lækið og Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, vakti athygli á málinu á Instagram. „Allt „eðlilegt“ við þetta læk Reykjavíkurborgar. Borgin hefur gleymt því að hún er borg allra íbúa líka þeirra sem kjósa ekki ríkisstjórnina,“ sagði hún. Mannleg mistök Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Nokkur fjöldi starfsmanna borgarinnar hafi aðgang að Facebook-aðgangi hennar og ekki sé vitað að svo stöddu hver þeirra var að verki í gær. Farið verði yfir ferla í kjölfar málsins. Þá bendir hún á að „lækið“ hafi aðeins fengið að standa í augnablik og starfsmenn hafi brugðist hratt við því. „Ég myndi segja að þetta sé mjög óheppilegt og okkur þykir þetta miður. Ég geri ráð fyrir því að þarna hafi enginn ásetningur verið að baki.“ Ekki í fyrsta skiptið Eva Bergþóra gengst við því að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður „lækar“ óvart færslu á Facebook í nafni borgarinnar. Blaðamann rekur til að mynda minni til þess þegar frétt var flutt af skýrslu réttarmeinafræðings við aðalmeðferð í Gufunesmálinu svokallaða í ágúst. Þá smellti Reykjavíkurborg „læki“ á mynd af einum þeirra sem var síðar dæmdur fyrir manndráp í málinu og efnisgreinina „Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.“ Telja verður að mistök hafi verið gerð þegar þessi færsla var „lækuð“ í nafni borgarinnar.Skjáskot
Samfélagsmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira