Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 17:54 Johnathan Rinderknecht, er sakaður um að hafa kveikt Pacific Palisades eldinn, sem er sá skæðasti í sögu Los Angeles. AP Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans. Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans.
Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06