Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 17:54 Johnathan Rinderknecht, er sakaður um að hafa kveikt Pacific Palisades eldinn, sem er sá skæðasti í sögu Los Angeles. AP Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans. Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans.
Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06