Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2025 17:54 Johnathan Rinderknecht, er sakaður um að hafa kveikt Pacific Palisades eldinn, sem er sá skæðasti í sögu Los Angeles. AP Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem talinn er hafa kveikt banvænan eld sem olli gífurlegum skemmdum í borginni í upphafi árs. Eldurinn í Pacific Palisades eldurinn er talinn sá skæðasti í sögu borgarinnar en tólf létu lífið og rúmlega sex þúsund byggingar brunnu til grunna. Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans. Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Johnathan Rinderknecht er sagður hafa kveikt gróðureld á nýársdag og flýja af vettvangi. Eldurinn var slökktur, eða svo var haldið, en hann er sagður hafa kraumað áfram neðanjarðar, þar til hann náði aftur á yfirborðið nokkrum dögum síðar og dreifðist mjög hratt. Gróðurinn var þurr og vindur töluverður. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Rannsókn leiddi í ljós að eldurinn var líklega kveiktur viljandi á nýársdag. Hann var slökktur en blossaði aftur upp þann 7. janúar. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum að Rinderknecht hafi flúið eftir að hann kveikti eldinn upprunalega en hann sneri svo aftur til að horfa á eldinn brenna. Þá sagði hann lögregluþjónum ósatt um hvar hann hefði verið fyrr um daginn. Hann var handtekinn í Flórída í dag og verður færður fyrir dómara í Los Angeles á miðvikudaginn. LA Times segir að lögregluþjónar hafi fundið í síma Rinderknechts mynd sem hann lét gervigreind gera af borg í ljósum logum. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem haldinn var um málið í dag í spilaranum hér að neðan. Rinferknecht starfar sem ökumaður Uber-bíls og var að vinna í Pacific Palisades á nýársag. Farþegar sögðu hann hafa verið í miklu uppnámi. Þá segja forsvarsmenn lögreglunnar að þegar hann kveikti eldinn hafi hann margsinnis reynt að hringja í Neyðarlínuna en ekki tekist það vegna sambandsleysis. Þegar hann náði loks sambandi hafði annar vegfarandi þegar tilkynnt eldinn. Hann sagðist þó hafa snúið aftur og boðist til að hjálpa við að slökkva eldinn. Eldurinn dreifði hratt úr sér en ekki var hægt að berjast við hann úr lofti vegna mikils vinds. Það tókst þó á endanum en líklegt þykir að seinna meir verði skoðað hvernig slökkviliðsmönnum yfirsást að eldurinn kraumaði áfram undir yfirborðinu. Þegar aftur varð hvasst nokkrum dögum síðar blossaði hann upp aftur. Enn liggur ekki fyrir hvernig Eaton-eldurinn svokallaði kviknaði. Hann blossaði einnig upp sjöunda janúar, í öðru úthverfi Los Angeles, en átján dóu vegna hans.
Bandaríkin Erlend sakamál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35 Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Nýr gróðureldur hefur kviknað í Los Angeles-sýslu og hefur breiðst hratt út sökum stífra vinda á svæðinu. Borgin er enn í sárum eftir einn skæðasta gróðureld í sögunni. 22. janúar 2025 23:35
Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. 16. janúar 2025 11:06