Innlent

Ford vöru­bíll ár­gerð 1930 gefinn Byggða­safni Ár­nesinga

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí.
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí.

Það er alltaf eitthvað að gerast í kringum Byggðasafn Árnesinga og fær safnið reglulega sögulegar gjafir, nú síðast þennan flotta fornbíl, sem var afhentur safninu formlega fyrr í sumar . Bílinn var upphaflega í eigu bræðranna Kristins, Gunnars og Guðmundar Gunnarsson í Gunnarshúsi á Eyrarbakka en þeir notuðu bílinn til ýmissa verkefna eins og malarflutninga við vegagerð. 

Farþegaboddíð var smíðað nánast strax á bílinn en á bílnum var til dæmis farið á Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930 með fullfermi af Eyrbekkingum. Árið 1975 fór bílinn til nýrra eigenda og nú voru það börn þeirra eigenda, eða þau Sigurður Óli, María og Sigríður Dagný sem gáfu bílinn formlega með lyklaafhendingu til Lýðs Pálssonar, safnstjóra.

Sigurður Steinsson fékk orðið fyrir hönd gefenda.

„Okkur þykir mjög vænt um að hann skuli vera komin hingað því að í mínum huga er Árnessýsla mikil svona bílasýsla. Og hér er verið að gera upp bíla í tugatali, bæði stóra og litla og þetta er gott innlegg í þá sögu og svo náttúrulega tengist hann sögu Eyrarbakka í ljósi upprunans þannig að hann er á góðum stað,” segir Sigurður.

Bíllinn er allur hinn glæsilegasti en farþegaboddíð var smíðað nánast strax á bílinn en á bílnum var til dæmis farið á Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930 með fullfermi af Eyrbekkingum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hvernig er að keyra bílinn?

„Það er eins og að keyra traktor eitthvað svoleiðis. Hún er 24 hestaflavélin og hann keyrir a svona 45 til 50 kannski ef allt er í botni,” segir Sigurður Óli Guðbjörnsson, einn af gefendum bílsins.

Eigendur bílsins, sem gáfu Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka bílinn, sem þykir mjög merkilegur í sögu þorpsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Hann var gerður upp af tveimur góðum mönnum, Guðbirni Frímannssyni og Erlingi Ævari Jónssyni, þeir keyptu hann 1975 og þremur árum síðar var hann komin á götuna og bara sannkallað augnayndi,” segir Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka.

Lýður Pálsson, safnstjóri tekur hér við lyklunum af bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×