Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2025 06:02 Yaqubu er þreyttur á því að haldið sé vöku fyrir fjölskyldunni. Íbúi í Sandgerði er langþreyttur á áreiti skólakrakka í smábænum. Tvær nætur í röð hefur verið barið á hurðina hjá honum seint um kvöld og segist hann auk þess hafa upplifað kynþáttafordóma af hálfu krakkanna. Athæfið segir hann vera komið af samfélagsmiðlinum TikTok. „Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“ Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
„Það hefur oft verið gert dyraat heima hjá mér en ekkert í líkingu við þetta,“ segir Yaqubu Oriri íbúi í Sandgerði og starfsmaður Isavia. „Núna hefur það gerst í tvígang að tólf ára gömul dóttir mín er sofnuð þegar þeir hlamma sér á hurðina hjá mér, þrír unglingspiltar.“ Segir Yaqubu þetta hafa valdið mikilli skelfingu á heimilinu. Í eitt skiptið hafi hann opnað hurðina örskömmu eftir að strákarnir létu til skarar skríða og þeir þá sent honum fingurinn og auk þess látið hann heyra það með rasískum ummælum um hann og fjölskyldu hans. „Það er ástæða þess að ég ákvað að tilkynna þetta til lögreglu. Stuttu síðar fór ég á röltið að athuga hvort ég myndi sjá þá, og viti menn þeir voru staddir á skólalóðinni við Sandgerðisskóla og mig langaði að ná tali af þeim til að biðja þá um að hætta þessu en þeir flúðu bara af vettvangi.“ Allt af TikTok Yaqubu segist vegna þessa hafa ákveðið að láta skólastjórn vita af málinu. Hann hafi áhyggjur af dóttur sinni í skólanum og því að hún verði fyrir fordómum. Þar hafi hann fengið þau svör að dyraat á borð við þetta væri nú í tísku á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður. Að þetta væri víst orðið mjög algengt á TikTok, líkt og um TikTok dans sé að ræða. Ég veit ekki hvað verður í kvöld en ég er að vona að við fjölskyldan getum fengið eitt rólegt kvöld, í friði.“
Suðurnesjabær Kynþáttafordómar Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira