Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2025 11:48 Björk hugsar hlýlega til Möggu Stínu vinkonu sinnar og biður stjórnvöld að beita sér fyrir öruggri heimkomu hennar. Getty/Santiago Felipe Björk Guðmundsdóttir er meðal þeirra sem lýsa yfir fullum stuðningi við tónlistarkonuna Möggu Stínu sem numin var á brott af ísraelska hernum ásamt öðrum áhafnarmeðlimum bátsins Conscience í nótt. Hún ber samband Palestínu og Ísraels saman við sex hundruð ára sögu Íslands sem nýlendu. Fjölmiðlafólk undrast svívirðingarnar sem Magga Stína verður fyrir á netinu. Það var á fimmta tímanum í morgun sem ísraelski herinn tók höndum áhöfnina á Conscience. Utanríkisráðuneytið er meðvitað um stöðuna og áréttar að ísraelskum yfirvöldum hafi verið tilkynnt að Íslendingur væri um borð í skipinu. Þau hafi verið hvött til að virða bæði alþjóðleg lög og mannréttindi fólks um borð. Fjölskylda Möggu Stínu segist hafa misst allt samband við hana. Skipinu sé siglt til Ashdod-hafnar í Ísrael. „Við fjölskyldan biðlum til íslenskra stjórnvalda að beita sér með öllum mætti fyrir því að ísraelsk yfirvöld leysi hana úr haldi tafarlaust, sem og aðra í áhöfn Frelsisflotans,“ segir í ákalli fjölskyldunnar til stjórnvalda. Boðað hefur verið til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan þrjú í dag. Björk Guðmundsdóttir tjáir sig um málið á Facebook en fylgjendur hennar þar telja rúmar þrjár milljónir manna. „Æskuvinkona mín, tónlistarkonan Magga Stína, hefur verið numin á brott af ísraelska hernum. Hún sigldi á báti í kjölfar Gretu Thunberg í þeirri viðleitni að stöðva þjóðarmorðið á Gasa. Ég tel að aktívismi sé jafn fjölbreyttur og manneskjurnar eru. Ég styð Möggu Stínu og Gretu í þeirri tilraun til að koma hjálparaðstoð til Gasa. Það er ólöglegt að hindra að matvæli berist sveltandi börnum,“ segir Björk. Hún minnir á að Ísland hafi viðurkennt Palestínu sem ríki árið 2014. „Við Íslendingar vitum, eftir að hafa verið nýlenda í sex hundruð ár, hvernig það er að búa við kúgun. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að fylgja eftir þeirri afstöðu sem tekin var fyrir 11 árum, að stöðva viðskipti við Ísrael þar til þjóðarmorðinu í Gasa lýkur, og að berjast fyrir öruggri heimkomu Möggu Stínu.“ Hvað með lögbrot Ísreala? Viðbrögð við færslu Bjarkar eru blendin. Sumir fagna henni og aðrir fullyrða að áhöfnin hafi verið á yfirráðasvæði Ísraela og því eðlilegt að för þeirra hafi verið stöðvuð. Þá minna enn aðrir á að fólk í mikilli neyð á Gasa eigi rétt á hjálparaðstoð. Karen Kjartansdóttir, almannatengill og starfsmaður á Veðurstofu Íslands, beinir orðum sínum til þeirra sem réttlæta viðbrögð Ísraela. Karen Kjartansdóttir almannatengill.Vísir/Anton Brink „Ef við segjum að það sé í lagi að handtaka fólk á flotillu af því það brýtur lög, þá verðum við líka að horfa á lögbrotin sem flotillan er að bregðast við. Alþjóðadómstóllinn hefur kveðið á um að Ísrael verði að tryggja óhindraðan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza. Lokun og hafnbann brýtur gegn alþjóðalögum og hefur verið skilgreint sem ólögmæt sameiginleg refsing gegn íbúum,“ segir Karen. Auk þess séu fjölmörg önnur lögbrot sem Ísrael sé sakað um. „Brot á Genfarsamningunum með því að flytja eigin borgara inn á hernumin svæði og með loftárásum sem brjóta gegn hlutfallsreglu og skyldu til að aðgreina hernaðarleg skotmörk frá óbreyttum borgurum. Brot á alþjóðalögum með því að beita refsiaðgerðum gegn borgurum með lokun og skorti á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti. Brot á hafrétti með hafnbanni sem stangast á við frelsi siglinga og miðar í raun að því að svelta almenning. Brot á mannréttindasáttmálum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Barnasáttmálanum, með því að skerða rétt til lífs, heilbrigðis og menntunar. Hundsun á fjölda ályktana öryggisráðs og Allsherjarþings SÞ sem fordæma hernám, landtöku og landtökubyggðir. Dómar Alþjóðadómstólsins frá 2004, 2024 og bráðabirgðaúrskurðir 2024–2025 sem Ísrael hefur hundsað, þar sem kveðið er á um að aðskilnaðarmúrinn og hernámið séu ólögmæt og að Ísrael verði að tryggja að mat, vatn og lyf berist Gaza.“ Hún spyr hvað fólki finnist um þessi lögbrot? „Er virkilega eðlilegt að kalla það lögbrot þegar borgarar reyna að koma mat og lyfjum til sveltandi fólks, en ekki þegar ríki brýtur svona kerfisbundið gegn alþjóðalögum?“ Hvaðan kemur skepnuskapurinn spyr Illugi Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður lýsir Möggu Stínu sem baráttukonu sem hafi undanfarin misseri helgað líf sitt málstað Palestínumanna sem sæti nú hópmorði og hungursneyð af manna völdum í viðbót við alla aðra kúgun og ofbeldisverk undanfarinna áratuga. Illugi Jökulsson er hugsi yfir viðbrögðum netverja.Vísir/Vilhelm „Við þurfum ekkert að vera sammála henni (þó að ég sé það að vísu) og við þurfum ekkert að vera hjartanlega sammála hverju hennar herópi. En engum getur blandast hugur um að hún sé rekin áfram eingöngu af samhyggð með því fólki sem nú sætir einna ömurlegastri meðferð alls fólks á jörðinni. Allur sá botnlausi hroði, allar þær svívirðingar, allt það skítkast og móðganir sem ég sé nú hellt yfir þessa góðu konu á netinu, eftir að hún gerði ekki annað en reyna að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar til hjálpar, það er þess eðlis að mann setur eiginlega hljóðan. Hvaðan kemur þessi skepnuskapur í svo sorglega mörgum?“ Magga Stína hefur farið ýmsar leiðir í mótmælum sínum til stuðnings Palestínu. Hér klæddu mótmælendur sig í trúðabúninga sumarið 2024.VísirBerghildur Jónu Hrönn Bolladóttur presti blöskrar viðbrögðin sem má meðal annars sjá í athugasemdum á Facebook. Þar hlæja margir að því að Magga Stína hafi verið tekin höndum. Aðrir segja hana þurfa að taka afleiðingunum og þeir orðljótustu ganga mun lengra. „Maður er lamaður af öllu þessu hatri sem kemur fram í orðum fólks. Ég sá að kona fædd 1942 drullaði yfir persónu hennar. Ef einhver heldur að þetta sé unga fólkið sem setur svona fram hér á netinu gagnvart baráttukonu sem finnur svo mikið til, þá er það ekki.“ Fólkið líti ekki á móður sína sem manneskju Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, var spurð út í það í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig henni þætti að lesa ljót orð um móður sína á netinu. „Það er auðvitað ömurlegt, maður er í sjokki að fólk láti svona út úr sér við aðra manneskju en það sýnir að þau líta ekki þannig á að móðir mín sé manneskja; mamma og amma dóttur minnar til dæmis. Ég myndi segja við það fólk að hugsa það næst þegar það ætlar að segja eitthvað svoleiðis að það er að tala um ömmu dóttur minnar og það er magnað að það hlakki í fólki yfir því að það sé brotið á réttindum annarrar manneskju. Það er það sem er í gangi,“ sagði Salvör Gullbrá. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björk Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Það var á fimmta tímanum í morgun sem ísraelski herinn tók höndum áhöfnina á Conscience. Utanríkisráðuneytið er meðvitað um stöðuna og áréttar að ísraelskum yfirvöldum hafi verið tilkynnt að Íslendingur væri um borð í skipinu. Þau hafi verið hvött til að virða bæði alþjóðleg lög og mannréttindi fólks um borð. Fjölskylda Möggu Stínu segist hafa misst allt samband við hana. Skipinu sé siglt til Ashdod-hafnar í Ísrael. „Við fjölskyldan biðlum til íslenskra stjórnvalda að beita sér með öllum mætti fyrir því að ísraelsk yfirvöld leysi hana úr haldi tafarlaust, sem og aðra í áhöfn Frelsisflotans,“ segir í ákalli fjölskyldunnar til stjórnvalda. Boðað hefur verið til mótmæla við utanríkisráðuneytið klukkan þrjú í dag. Björk Guðmundsdóttir tjáir sig um málið á Facebook en fylgjendur hennar þar telja rúmar þrjár milljónir manna. „Æskuvinkona mín, tónlistarkonan Magga Stína, hefur verið numin á brott af ísraelska hernum. Hún sigldi á báti í kjölfar Gretu Thunberg í þeirri viðleitni að stöðva þjóðarmorðið á Gasa. Ég tel að aktívismi sé jafn fjölbreyttur og manneskjurnar eru. Ég styð Möggu Stínu og Gretu í þeirri tilraun til að koma hjálparaðstoð til Gasa. Það er ólöglegt að hindra að matvæli berist sveltandi börnum,“ segir Björk. Hún minnir á að Ísland hafi viðurkennt Palestínu sem ríki árið 2014. „Við Íslendingar vitum, eftir að hafa verið nýlenda í sex hundruð ár, hvernig það er að búa við kúgun. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að fylgja eftir þeirri afstöðu sem tekin var fyrir 11 árum, að stöðva viðskipti við Ísrael þar til þjóðarmorðinu í Gasa lýkur, og að berjast fyrir öruggri heimkomu Möggu Stínu.“ Hvað með lögbrot Ísreala? Viðbrögð við færslu Bjarkar eru blendin. Sumir fagna henni og aðrir fullyrða að áhöfnin hafi verið á yfirráðasvæði Ísraela og því eðlilegt að för þeirra hafi verið stöðvuð. Þá minna enn aðrir á að fólk í mikilli neyð á Gasa eigi rétt á hjálparaðstoð. Karen Kjartansdóttir, almannatengill og starfsmaður á Veðurstofu Íslands, beinir orðum sínum til þeirra sem réttlæta viðbrögð Ísraela. Karen Kjartansdóttir almannatengill.Vísir/Anton Brink „Ef við segjum að það sé í lagi að handtaka fólk á flotillu af því það brýtur lög, þá verðum við líka að horfa á lögbrotin sem flotillan er að bregðast við. Alþjóðadómstóllinn hefur kveðið á um að Ísrael verði að tryggja óhindraðan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza. Lokun og hafnbann brýtur gegn alþjóðalögum og hefur verið skilgreint sem ólögmæt sameiginleg refsing gegn íbúum,“ segir Karen. Auk þess séu fjölmörg önnur lögbrot sem Ísrael sé sakað um. „Brot á Genfarsamningunum með því að flytja eigin borgara inn á hernumin svæði og með loftárásum sem brjóta gegn hlutfallsreglu og skyldu til að aðgreina hernaðarleg skotmörk frá óbreyttum borgurum. Brot á alþjóðalögum með því að beita refsiaðgerðum gegn borgurum með lokun og skorti á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti. Brot á hafrétti með hafnbanni sem stangast á við frelsi siglinga og miðar í raun að því að svelta almenning. Brot á mannréttindasáttmálum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Barnasáttmálanum, með því að skerða rétt til lífs, heilbrigðis og menntunar. Hundsun á fjölda ályktana öryggisráðs og Allsherjarþings SÞ sem fordæma hernám, landtöku og landtökubyggðir. Dómar Alþjóðadómstólsins frá 2004, 2024 og bráðabirgðaúrskurðir 2024–2025 sem Ísrael hefur hundsað, þar sem kveðið er á um að aðskilnaðarmúrinn og hernámið séu ólögmæt og að Ísrael verði að tryggja að mat, vatn og lyf berist Gaza.“ Hún spyr hvað fólki finnist um þessi lögbrot? „Er virkilega eðlilegt að kalla það lögbrot þegar borgarar reyna að koma mat og lyfjum til sveltandi fólks, en ekki þegar ríki brýtur svona kerfisbundið gegn alþjóðalögum?“ Hvaðan kemur skepnuskapurinn spyr Illugi Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður lýsir Möggu Stínu sem baráttukonu sem hafi undanfarin misseri helgað líf sitt málstað Palestínumanna sem sæti nú hópmorði og hungursneyð af manna völdum í viðbót við alla aðra kúgun og ofbeldisverk undanfarinna áratuga. Illugi Jökulsson er hugsi yfir viðbrögðum netverja.Vísir/Vilhelm „Við þurfum ekkert að vera sammála henni (þó að ég sé það að vísu) og við þurfum ekkert að vera hjartanlega sammála hverju hennar herópi. En engum getur blandast hugur um að hún sé rekin áfram eingöngu af samhyggð með því fólki sem nú sætir einna ömurlegastri meðferð alls fólks á jörðinni. Allur sá botnlausi hroði, allar þær svívirðingar, allt það skítkast og móðganir sem ég sé nú hellt yfir þessa góðu konu á netinu, eftir að hún gerði ekki annað en reyna að leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar til hjálpar, það er þess eðlis að mann setur eiginlega hljóðan. Hvaðan kemur þessi skepnuskapur í svo sorglega mörgum?“ Magga Stína hefur farið ýmsar leiðir í mótmælum sínum til stuðnings Palestínu. Hér klæddu mótmælendur sig í trúðabúninga sumarið 2024.VísirBerghildur Jónu Hrönn Bolladóttur presti blöskrar viðbrögðin sem má meðal annars sjá í athugasemdum á Facebook. Þar hlæja margir að því að Magga Stína hafi verið tekin höndum. Aðrir segja hana þurfa að taka afleiðingunum og þeir orðljótustu ganga mun lengra. „Maður er lamaður af öllu þessu hatri sem kemur fram í orðum fólks. Ég sá að kona fædd 1942 drullaði yfir persónu hennar. Ef einhver heldur að þetta sé unga fólkið sem setur svona fram hér á netinu gagnvart baráttukonu sem finnur svo mikið til, þá er það ekki.“ Fólkið líti ekki á móður sína sem manneskju Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, var spurð út í það í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig henni þætti að lesa ljót orð um móður sína á netinu. „Það er auðvitað ömurlegt, maður er í sjokki að fólk láti svona út úr sér við aðra manneskju en það sýnir að þau líta ekki þannig á að móðir mín sé manneskja; mamma og amma dóttur minnar til dæmis. Ég myndi segja við það fólk að hugsa það næst þegar það ætlar að segja eitthvað svoleiðis að það er að tala um ömmu dóttur minnar og það er magnað að það hlakki í fólki yfir því að það sé brotið á réttindum annarrar manneskju. Það er það sem er í gangi,“ sagði Salvör Gullbrá.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Björk Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira