Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2025 14:03 Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Vísir/Arnar Dóttir Möggu Stínu er í áfalli yfir því að ísraelski sjóherinn hafi handtekið móður hennar þrátt fyrir að hún hafi vitað að handtaka væri mögulega yfirvofandi. Þetta sé veruleiki sem hún eigi erfitt með að meðtaka og því biðlar hún til stjórnvalda að fordæma handtökuna og að koma móður hennar heim sem allra fyrst. Margrét Kristín Blöndal, tónlistar- og baráttukona, var ásamt allri áhöfn skipsins Samviskunnar, handtekin af ísraelska sjóhernum klukkan hálf fimm að staðartíma í nótt en líkt og komið hefur fram í fréttum er skipið hluti af Frelsisflotanum svokallaða en fólkið um borð í flotanum hefur það markmið að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum inn í Gasa. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, frétti af handtökunni eldsnemma í morgun þegar móðursystir hennar hringdi í hana. „Hún hefur bara verið að fylgjast með því það sést í beinu streymi þegar ísraelski herinn umkringir skipið og fer um borð og svo eru skipuleggjendur frelsisflotans í miklu sambandi við okkur og láta okkur vita af öllu sem gerist en við fjölskyldan höfðum verið á nálum því við vissum að þau væru að fara inn á svæði þar sem Ísraelar myndu hugsanlega leyfa sér að taka þau höndum.“ „Þetta er auðvitað bara sjokk“ Salvör var spurð hvernig væri innan brjósts vitandi af móður sinni í haldi Ísraela. „Þetta er auðvitað bara sjokk. Þetta er skrítið vegna þess að maður trúir þessu varla, þó við vissum að þetta gæti gerst þá á maður svo erfitt með að skilja þennan veruleika. Maður á erfitt með að sjá að fólk þetta koma fyrir fólk með neyðaraðstoð um borð í skipi, læknar og blaðamenn. Ég hef getað átt myndsamtöl við mömmu og alls konar og þetta er svo fullkomlega friðsamlegur leiðangur. Þetta er fólk sem á þá ósk heitasta að koma neyðaraðstoð til fólks sem er svelt og sært á Gasa þá er svo ótrúlega súrrealískt að ímynda sér að þeim sé rænt á rúmsjó, jafnvel þó maður vissi að það gæti gerst, ég er ennþá að átta mig á því.“ Veit ekki hvar móðir sín er „Við höfum algjörlega misst samband við hana og alla á skipinu. Við höldum samt að það geti tekið þónokkra klukkutíma því þau voru það langt úti á sjó, ef verið er að flytja þau í fangelsi í Ísrael gætu liðið fjölmargir klukkutímar þar til við heyrum eitthvað vegna þess að sendiráðin og fulltrúar ríkjanna munu líklegast ekki heyra neitt þar til þau eru komin í fangelsið, þetta e algjör óvissa eins og er.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, tónlistar- og baráttukona, var ásamt allri áhöfn skipsins Samviskunnar, handtekin af ísraelska sjóhernum klukkan hálf fimm að staðartíma í nótt en líkt og komið hefur fram í fréttum er skipið hluti af Frelsisflotanum svokallaða en fólkið um borð í flotanum hefur það markmið að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum inn í Gasa. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, frétti af handtökunni eldsnemma í morgun þegar móðursystir hennar hringdi í hana. „Hún hefur bara verið að fylgjast með því það sést í beinu streymi þegar ísraelski herinn umkringir skipið og fer um borð og svo eru skipuleggjendur frelsisflotans í miklu sambandi við okkur og láta okkur vita af öllu sem gerist en við fjölskyldan höfðum verið á nálum því við vissum að þau væru að fara inn á svæði þar sem Ísraelar myndu hugsanlega leyfa sér að taka þau höndum.“ „Þetta er auðvitað bara sjokk“ Salvör var spurð hvernig væri innan brjósts vitandi af móður sinni í haldi Ísraela. „Þetta er auðvitað bara sjokk. Þetta er skrítið vegna þess að maður trúir þessu varla, þó við vissum að þetta gæti gerst þá á maður svo erfitt með að skilja þennan veruleika. Maður á erfitt með að sjá að fólk þetta koma fyrir fólk með neyðaraðstoð um borð í skipi, læknar og blaðamenn. Ég hef getað átt myndsamtöl við mömmu og alls konar og þetta er svo fullkomlega friðsamlegur leiðangur. Þetta er fólk sem á þá ósk heitasta að koma neyðaraðstoð til fólks sem er svelt og sært á Gasa þá er svo ótrúlega súrrealískt að ímynda sér að þeim sé rænt á rúmsjó, jafnvel þó maður vissi að það gæti gerst, ég er ennþá að átta mig á því.“ Veit ekki hvar móðir sín er „Við höfum algjörlega misst samband við hana og alla á skipinu. Við höldum samt að það geti tekið þónokkra klukkutíma því þau voru það langt úti á sjó, ef verið er að flytja þau í fangelsi í Ísrael gætu liðið fjölmargir klukkutímar þar til við heyrum eitthvað vegna þess að sendiráðin og fulltrúar ríkjanna munu líklegast ekki heyra neitt þar til þau eru komin í fangelsið, þetta e algjör óvissa eins og er.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira