Heiða Kristín hefur hvatt Brynhildi til framboðs Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. ágúst 2015 12:23 Brynhildur hefur fundið fyrir þrýstingu á framboð en Heiða ætlar ekki að bjóða sig fram. Vísir/Ernir/Valli Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir einn af stofnendum Bjartrar framtíðar ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri flokksins í næsta mánuði. Brynhildur Pétursdóttir þingmaður flokksins finnur fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram í formennskuna. Heiða Kristín tekur sæti á alþingi nú í haust sem varaþingmaður Bjartrar Ólafsdóttur. Núverandi formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður flokksins aftur en ákvörðunin var kynnt í kjölfar harðrar gagnrýni frá Heiðu Kristínu og fleirum. Guðmundur ætlar að hætta sem formaður.Vísir/Valli Vildi vekja flokksmenn til umhugsunar Heiða Kristín segir að löngun hennar til að vera formaður flokksins hafi ekki rekið hana áfram í gagnrýni á núverandi forustu. „Það var meira bara svona að reyna að vekja félaga mína og gamla samstarfsmenn til umhugsunar um það hvernig staðan væri. Því að mér fannst ég ekki alveg finna fyrir því,“ segir hún. „Verkefnið núna held ég sé að endurvekja áhuga kjósenda og finna einhvern neista fyrir því sem við erum að gera og ég held að það sé betur gert með því að ég taki að mér að vera varaþingmaður Bjartrar í haust og reyna að gera það eins vel og ég get.“ Heiða Kristín segist hafa hvatt Brynhildi Pétursdóttur, þingmann flokksins, til að gefa kost á sér. „Já ég hef hvatt hana til þess og reyndar aðrar konur líka en ég myndi fagna því mjög ef Brynhildur myndi stíga í forystusveit flokksins,“ segir hún. „Þó það sé ekki alltaf höfuðmál hver gegnir formennsku en þá held ég að það sé líka spurning um að þetta sé samsettur hópur, þannig að það myndi skipta máli hverjir færu í þetta með henni. Ég hef fulla trú á því að það muni veljast góður hópur í það.“Staðan: pic.twitter.com/m1cFp1H5yV— Heiða Kristín (@heidabest) August 26, 2015 Hefur fundið þrýstinginn Sjálf segist Brynhildur ekki hafa ákveðið hvort hún gefi kost á sér eða ekki. „Ég hef alveg íhugað það auðvitað en ég hef ekki ákveðið neitt,“ segir hún. „Við erum líka að tala um að hjá Bjartri framtíð erum við með formann, stjórnarformann og svo þingflokksformann. Verkefnið hlýtur að vera að manna allar þessar stöður og við finnum út úr því, ég hef enga trú á öðru.“ Brynhildur segist þó hafa fundið fyrir þrýstingi á að bjóða sig fram. „Já, já, þegar við horfum á þingflokkinn þá erum við bara sex og þar af eru tveir sem segjast ekki ætla að taka sæti og ein í fæðingarorlofi. Þannig að við erum ekki mörg eftir,“ segir hún. „Auðvitað finn ég fyrir því og ef af því yrði að ég myndi bjóða mig fram, þá bara geri ég það, og myndi líta á þetta sem verkefni.“ Hún segist hrifin af hugmyndinni um að láta hlutverk formanns og þingflokksformanns skiptast á milli fulltrúa flokksins en henni lýst líka vel á að takmarka hversu lengi fólk getur setið á formannsstóli. „Ég held að það sé oft vandamál í flokkum að menn eru fastir á fleti,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira