Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, útilokar ekki að hún gefi kost á sér til þess að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný. Hún segir að ákvörðunin ráðist af því hvort hún ætli að gefa kost á sér til Alþingis á ný.
Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í morgun þar sem Ólöf var gestur Sigurjóns M. Egilssonar. Hluta af viðtalinu má heyra hér að ofan. Ólöf segist ekki vera búin að taka ákvörðun um það hvort hún fari á ný í framboð eða gefi kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný á aðalfundi flokksins. Hún sagði að sú ákvörðun yrði alfarið byggð á því hvort hún ætli í framboð fyrir næstu alþingiskosningar árið 2017.
Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2010 til 2013 en hún ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í alþingiskosningunum 2013 og hætti sem varaformaður á landsfundi í aðdraganda þingskosninga. Ólöf sagði líka frá því að hún vildi hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Það sé töluvert eftir í flugvallaumræðunni.
Ólöf Nordal óákveðin um framtíð sína
Viktoría Hermannsdóttir skrifar
