Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Keflavík 4-0 | KR-ingar slátruðu Keflvíkingum Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 31. maí 2015 00:01 vísir/pjetur KR-ingar gengu hreinlega frá Keflvíkingum í Vesturbænum í kvöld og vann liðið 4-0 sigur í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. KR var mun betra liðið í leiknum og hamfarir Keflvíkingar halda áfram. Heimamenn gerðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum. KR-ingar eru því enn í fullu fjöri í toppbaráttunni og eru í öðru sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg stig og FH-ingar. Óskar Örn Hauksson gerði tvö mörk fyrir KR. Gestirnir úr Keflavík voru sprækir til að byrja með í leiknum og létu til sín taka. Spilið gekk ágætlega alveg fram að úrslitasendingunni, þá datt botninn úr sókninni. KR-ingar voru lengur að finna taktinn en hann kom með tímanum. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum opnaðist vörn Keflvíkingar upp á gátt. Sören Frederiksen lagði boltann fyrir lappirnar á Þorsteini Má Ragnarssyni sem þrumaði honum í netið með vinstri fæti. Áður hafði Jacob Schoop vippaði boltanum vel inn fyrir vörn Keflvíkinga og splundrað henni. Eftir markið tóku KR-ingar öll völd á vellinum og Schoop var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann þrumaði boltanum í stöngina eftir frábært skot. Staðan var 1-0 fyrir KR í hálfleik og Keflvíkingar í nokkuð slæmum málum. Síðari hálfleikurinn hófst laglega fyrir KR-inga og voru þeir ekki lengi að komast í 2-0. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, dæmdi víti í upphafi hálfleiksins en Einar Orri Einarsson, togaði þá Pálma Rafn Pálmason niður. Óskar Örn fór á punktinn og skoraði örugglega. Óskar átti eftir að skora annað mark í leiknum og það var síðan Skúli Jón Friðgeirsson sem gerði einnig mark fyrir KR. KR-ingar eru á mikilli siglingu og að spila virkilega vel. Holningin á liðinu er fín og var sóknarleikur þeirra sérstaklega góður í kvöld. Með þessari spilamennsku verður liðið í baráttunni og titilinn. Keflvíkingar þurfa aftur á móti að fara í naflaskoðun. Liðið er með eitt stig, sóknarleikur þeirra er tilviljunarkenndur og ómarkviss. Ef ekki á illa að fara þarf Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, að fá leikmenn liðsins til að trúa á sjálfan sig, því það gera þeir ekki í dag. Óskar Örn: Vorum alltaf með fín tök á leiknumÓskar Örn í leiknum í kvöld.„Við erum virkilega ánægðir með nokkuð öruggan og þægilegan sigur,“ segir Óskar Örn Hauksson, markaskorari KR, eftir leikinn. „Þeir koma inn í leikinn með bakið upp við vegg en mér fannst við gera þetta ágætlega. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk í kvöld og liðið er að spila nokkuð vel þessa stundina.“ Óskar segir að KR hafi verið með öll tök á leiknum í kvöld. Hann bætir því við enginn skjálfti hafi verið í Vesturbænum í byrjun móts. „Við vorum alltaf að spila vel. Þó svo að úrslitin voru ekkert frábær, var aldrei neitt stress hjá okkur.“ Óskar gerði tvö mörk í kvöld. „Ég er ánægður með það, alltaf gaman að skora en mikilvægast var að vinna leikinn.“ Kristján: Ég mun aldrei gefast uppKristján Guðmundsson í kvöld.„Við erum gríðarlega ósáttir með þriðja og fjórða markið sem við fáum á okkur í kvöld,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Við áttum á köflum ágætis upphlaup en það vantaði að menn hefðu einfaldlega trú á þessu, trú á því að við gætum komið boltanum í markið.“ Kristján segist vera ánægður með orkuna og kraftinn í leikmönnum liðsins í kvöld. „Þetta var ekki auðvelt verkefni og þetta KR lið er alveg firnasterkt og það fór mikill kraftur og orka í það hjá okkur að elta þá. Þetta er sennilega besta lið sem við höfum spilað við á þessu ári.“ Keflavík er aðeins með eitt stig eftir sex umferðir. „Þeir sem þekkja mig, vita það að ég mun aldrei gefast upp í þessari stöðu. Við í Keflavík höfum séð það svartara. Við munum vinna saman í eina átt og rífa þetta upp.“ Bjarni um hugsanlega brottför Schoop: Höfum ekki fengið neina fyrirspurnBjarni er ánægður með sitt lið. „Ég er yfirleitt ánægður með mitt lið og er það einnig í kvöld,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í kvöld. „Þetta var ákveðin þolinmæðisvinna og Keflvíkingarnir mættu virkilega grimmir til leiks. Þeir eru vel skipulagðir og leikplanið þeirra gekk vel upp. Síðan þegar við komumst yfir, verður þetta erfitt fyrir þá.“ Bjarni segir að liðið hafi gengið á lagið þegar Keflvíkingarnir bættu í sóknina. „Ég er búinn að vera ánægður með liðið allt mótið, þrátt fyrir litla stigasöfnum í fyrstu tveimur leikjunum. Það var aldrei neitt stress í okkar hóp og ástæðan fyrir því að það var svo lítið sem við þurftum að laga.“ Jacob Schoop leikmaður KR var magnaður í kvöld. Umræða var um það á KR-vellinum í kvöld að verið væri að skoða leikmanninn og hann jafnvel á förum frá KR. „Það er eflaust verið að skoða Schoop en við höfum ekki fengið neina fyrirspurn og eins og staðan er hann leikmaður KR og verður það út tímabilið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
KR-ingar gengu hreinlega frá Keflvíkingum í Vesturbænum í kvöld og vann liðið 4-0 sigur í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. KR var mun betra liðið í leiknum og hamfarir Keflvíkingar halda áfram. Heimamenn gerðu þrjú mörk í síðari hálfleiknum. KR-ingar eru því enn í fullu fjöri í toppbaráttunni og eru í öðru sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg stig og FH-ingar. Óskar Örn Hauksson gerði tvö mörk fyrir KR. Gestirnir úr Keflavík voru sprækir til að byrja með í leiknum og létu til sín taka. Spilið gekk ágætlega alveg fram að úrslitasendingunni, þá datt botninn úr sókninni. KR-ingar voru lengur að finna taktinn en hann kom með tímanum. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum opnaðist vörn Keflvíkingar upp á gátt. Sören Frederiksen lagði boltann fyrir lappirnar á Þorsteini Má Ragnarssyni sem þrumaði honum í netið með vinstri fæti. Áður hafði Jacob Schoop vippaði boltanum vel inn fyrir vörn Keflvíkinga og splundrað henni. Eftir markið tóku KR-ingar öll völd á vellinum og Schoop var aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann þrumaði boltanum í stöngina eftir frábært skot. Staðan var 1-0 fyrir KR í hálfleik og Keflvíkingar í nokkuð slæmum málum. Síðari hálfleikurinn hófst laglega fyrir KR-inga og voru þeir ekki lengi að komast í 2-0. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, dæmdi víti í upphafi hálfleiksins en Einar Orri Einarsson, togaði þá Pálma Rafn Pálmason niður. Óskar Örn fór á punktinn og skoraði örugglega. Óskar átti eftir að skora annað mark í leiknum og það var síðan Skúli Jón Friðgeirsson sem gerði einnig mark fyrir KR. KR-ingar eru á mikilli siglingu og að spila virkilega vel. Holningin á liðinu er fín og var sóknarleikur þeirra sérstaklega góður í kvöld. Með þessari spilamennsku verður liðið í baráttunni og titilinn. Keflvíkingar þurfa aftur á móti að fara í naflaskoðun. Liðið er með eitt stig, sóknarleikur þeirra er tilviljunarkenndur og ómarkviss. Ef ekki á illa að fara þarf Kristján Guðmundsson, þjálfari liðsins, að fá leikmenn liðsins til að trúa á sjálfan sig, því það gera þeir ekki í dag. Óskar Örn: Vorum alltaf með fín tök á leiknumÓskar Örn í leiknum í kvöld.„Við erum virkilega ánægðir með nokkuð öruggan og þægilegan sigur,“ segir Óskar Örn Hauksson, markaskorari KR, eftir leikinn. „Þeir koma inn í leikinn með bakið upp við vegg en mér fannst við gera þetta ágætlega. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk í kvöld og liðið er að spila nokkuð vel þessa stundina.“ Óskar segir að KR hafi verið með öll tök á leiknum í kvöld. Hann bætir því við enginn skjálfti hafi verið í Vesturbænum í byrjun móts. „Við vorum alltaf að spila vel. Þó svo að úrslitin voru ekkert frábær, var aldrei neitt stress hjá okkur.“ Óskar gerði tvö mörk í kvöld. „Ég er ánægður með það, alltaf gaman að skora en mikilvægast var að vinna leikinn.“ Kristján: Ég mun aldrei gefast uppKristján Guðmundsson í kvöld.„Við erum gríðarlega ósáttir með þriðja og fjórða markið sem við fáum á okkur í kvöld,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið í kvöld. „Við áttum á köflum ágætis upphlaup en það vantaði að menn hefðu einfaldlega trú á þessu, trú á því að við gætum komið boltanum í markið.“ Kristján segist vera ánægður með orkuna og kraftinn í leikmönnum liðsins í kvöld. „Þetta var ekki auðvelt verkefni og þetta KR lið er alveg firnasterkt og það fór mikill kraftur og orka í það hjá okkur að elta þá. Þetta er sennilega besta lið sem við höfum spilað við á þessu ári.“ Keflavík er aðeins með eitt stig eftir sex umferðir. „Þeir sem þekkja mig, vita það að ég mun aldrei gefast upp í þessari stöðu. Við í Keflavík höfum séð það svartara. Við munum vinna saman í eina átt og rífa þetta upp.“ Bjarni um hugsanlega brottför Schoop: Höfum ekki fengið neina fyrirspurnBjarni er ánægður með sitt lið. „Ég er yfirleitt ánægður með mitt lið og er það einnig í kvöld,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, í kvöld. „Þetta var ákveðin þolinmæðisvinna og Keflvíkingarnir mættu virkilega grimmir til leiks. Þeir eru vel skipulagðir og leikplanið þeirra gekk vel upp. Síðan þegar við komumst yfir, verður þetta erfitt fyrir þá.“ Bjarni segir að liðið hafi gengið á lagið þegar Keflvíkingarnir bættu í sóknina. „Ég er búinn að vera ánægður með liðið allt mótið, þrátt fyrir litla stigasöfnum í fyrstu tveimur leikjunum. Það var aldrei neitt stress í okkar hóp og ástæðan fyrir því að það var svo lítið sem við þurftum að laga.“ Jacob Schoop leikmaður KR var magnaður í kvöld. Umræða var um það á KR-vellinum í kvöld að verið væri að skoða leikmanninn og hann jafnvel á förum frá KR. „Það er eflaust verið að skoða Schoop en við höfum ekki fengið neina fyrirspurn og eins og staðan er hann leikmaður KR og verður það út tímabilið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira