Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 09:30 Það sauð upp úr á Kópavogsvelli í gærkvöld. Myndir:Hulda Margrét Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær. Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í gær með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið. Byrjað var á því að ræða aðdraganda vítaspyrnudómsins þar sem að erfitt var að sjá hvort að Israel Garcia Moreno, leikmaður Fram, hafi tekið Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Breiðabliks niður í vítateignum. Klippa: Lætin í Kópavogi: „Tryllist strax“ „Við getum alls ekki sagt af eða á en á þessum myndum virkar eins og það sé engin snerting. Ég held að þetta sé ekki víti,“ sagði Baldur Sigurðsson um atvikið. Höskuldu Gunnlaugsson tók vítaspyrnuna fyrir Breiðablik og skoraði af miklu öryggi, jafnaði þar með metin en í kjölfarið fór allt í hund og kött. Höskuldur ætlaði að ná í boltann í netið eftir vítið, keyrði fyrst í bakið á Kennie Knak Chopart, fyrirliða Fram, og snéri síðan niður Viktor Freyr Sigurðsson, markvörð Fram, og lagðist ofan á hann. Höskuldur lenti síðan saman við Kyle McLagan sem kom markverði sínum til varnar. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins sýndi bæði Höskuldi og Kyle rauða spjaldið. Kyle var mjög ósáttur með rauða spjaldið en sérfræðingar Stúkunnar telja það réttmætt. „Já, allavegana hundrað prósent Höskuldur,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Höskuldur bara tryllist bara strax frá byrjun. Tekur einhverja glímu á Viktor, það er reyndar óþolandi þegar að markmenn gera þetta ég skil hann en hann getur náttúrulega ekki gert þetta. Svo fer Kyle í þetta og þeir enda þarna í einhverju klastri. Ég tel Magnús Inga hafa sloppið vel. Hann tók Valgeir og fleygði honum niður. Mér fannst bara svo skrýtið hvað Höskuldur varð heitur strax. Nú er hann kominn í bann, kannski tveggja leikja bann.“ Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Kópavogsvelli í gær og var vel staðsett þegar að slagsmálin brutust út, myndir hennar má sjá hér fyrir neðan. Blikar vildu boltann og það strax til þess að freista þess að ná inn sigurmarki fyrir leikslok. Viktor ætlaði sér að halda í boltann og tefja leik, var þá tekinn niður.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks er hér búinn að snúa Viktor markvörð Fram niður en sá ætlaði sér að halda í boltann eftir að Höskuldur hafði sett hann í netið með vítaspyrnuVísir/Hulda Margrét Höskuldur alls ekki sáttur með tilþrif Viktors markmanns sem heldur um höfuð sér eftir að aðrir leikmenn mættu á svæðiðVísir/Hulda Margrét Viktor liggur eftir á meðan að leikmönnum lendir saman Vísir/Hulda Margrét Höskuldi og Kyle McLagan, varnarmanni Fram lenti síðan saman.Vísir/Hulda Margrét Atburðarásin var hröð, það hitnaði fljótt í kolunumVísir/Hulda Margrét Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins þurfti að hafa sig allan við til þess að ná ró á mannskapinn, aðstoðardómari hans er þarna mættur á svæðiðVísir/Hulda Margrét
Stúkan Besta deild karla Breiðablik Fram Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira