Það var nýliðaslagur í Eyjum þar sem Afturelding kom í heimsókn. Vicente Valor kom ÍBV yfir, en Afturelding kom til baka í seinni hálfleik. Benjamin Stokke og Aron Jóhannsson skoruðu mörk Mosfellinga.
Það var Reykjavíkurslagur á Hlíðarenda þar sem Valur vann KR 6-1. Mörk Vals skoruðu Kristinn Freyr Sigurðsson, Tómas Bent Magnússon, Orri Sigurður Ómarsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Patrick Pedersen og Lúkas Logi Heimisson. KR skoraði sitt eina mark úr víti en það var Jóhannes Kristinn Bjarnason sem skoraði það.
Breiðablik tók á móti Fram í Kópavoginum en sá leikur endaði 1-1. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði mark Fram, áður en að Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði frá vítapunktinum. Það sauð allt upp úr eftir vítið og bæði Höskuldur og Kyle McLagan fengu að líta rauða spjaldið.