Sjáðu Íslandsmetin falla og fagnaðarlætin í lauginni Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2025 10:02 Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti frábæra daga á Evrópubikarnum. FRÍ Íslenska frjálsíþróttalandsliðið átti tvo frábæra daga á Evrópubikarnum í Maribor í Slóveníu. Fjögur Íslandsmet féllu, stórkostleg stemning myndaðist meðal hópsins og árangrinum var fagnað með miklu fjöri. Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Fullkomið hlaup Andreu Andrea Kolbeinsdóttir varð fyrst til að fella Íslandsmet, sitt eigið, þegar hún hljóp þrjú þúsund metra hindrunarhlaup á fyrri keppnisdeginum. Hún hljóp að eigin sögn fullkomið hlaup, kom í mark á 10:07,38 mínútum og bætti Íslandsmetið um rúmlega eina sekúndu. Andrea bætti eigið Íslandsmet. Mikil og góð samstaða myndaðist í íslenska hópnum Ósvikin gleði hjá Irmu Irma Gunnarsdóttir varð svo önnur til að fella Íslandsmet en hún gerði það í gær með 13,72 metra löngu þrístökki. Það sýndi sig í útsendingu frá mótinu hversu miklu máli það skipti Irmu að bæta eigið Íslandsmet, gleðin var ósvikin hjá henni er nýtt Íslandsmet var staðfest og kollegar hennar í íslenska landsliðinu fögnuðu ákaft úr stúkunni líkt og sjá má hér fyrir neðan. Allir íslenskir keppendur studdu vel hvor við annan. Eir Chang bætti met liðsfélaga Eir Chang Hlésdóttir setti þriðja Íslandsmetið á Evrópubikarnum í frjálsíþróttum í gær þegar hún sló metið í tvö hundruð metra hlaupi. Eir sló þar Íslandsmet liðsfélaga síns því gamla metið átti Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem var einnig að keppa fyrir Ísland í Evrópubikarnum. What a reaction…and a name to watch! 🫶Only 17, Iceland’s Eir Hlesdottir 🇮🇸 wins the women’s 200m in a national senior record of 23.44! ⚡️ #ETCH2025 #Maribor2025 pic.twitter.com/urhkGS6Do6— European Athletics (@EuroAthletics) June 25, 2025 View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Boðhlaupssveitin stakk sér til sunds Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði svo frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja fjórða Íslandsmetið á mótinu, þegar þau komu í mark á 3:25,96 mínútum. Íslensku sveitina skipuðu þau Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir, sem fengu sér sundsprett eftir á og fögnuðu metinu. „Alvöru liðsandi, ekki bara í þessu liði heldur öllu íslenska liðinu“ sögðu þau. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) Samstaðan mikil milli reynslubolta og nýliða „Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr“ sagði Soffía Svanhildar Felixdóttir, fræðslustjóri Frjálsíþróttasambandsins, eftir mótið. View this post on Instagram A post shared by European Athletics (@europeanathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira