Aldrei séð föður sinn jafn glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 10:00 Feðgarnir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Real Sociedad og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Bestu deildar liðs KR. Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, segist aldrei hafa séð föður sinn Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eins glaðan og sáttan í einu og sama verkefninu. Hann telur aðeins tímaspursmál þar til allt smelli hjá KR og segir líkingar föður síns, sem borið hefur á í viðtölum, ekki nýjar af nálinni. Orri Steinn hefur fylgst náið með gengi KR það sem af er tímabili og af þeim tíma sem hann hefur varið hér heima milli tímabila á Spáni hefur hann verið í kringum KR-liðið og segir frábæra stemningu ríkja í herbúðum liðsins. „Það hefur verið geggjað að fylgjast með og sjá pabba blómstra sem þjálfari. Ég held ég hafi aldrei séð hann eins glaðan og sáttan í einu verkefni,“ segir Orri um föður sinn Óskar Hrafn, þjálfara KR, sem er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum í Vesturbænum um mitt síðasta tímabil. Klippa: Orri um föður sinn Óskar Hrafn og KR „Mjög neðarlega á listanum mínum“ KR, líkt og svo oft áður, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki það sem af er tímabili í Bestu deildinni. Þrátt fyrir að liðið sé aðeins einu stigi frá fallsæti, en með leik til góða á liðin fyrir neðan sig, þá þykir liðið hafa spilað einn skemmtilegasta fótboltann í Bestu deildinni hingað til. KR hefur skorað flest mörk í deildinni en einnig fengið á sig töluvert mikið af mörkum. Áherslan hjá Óskari Hrafni hefur verið á sóknarþunganum og frá því verður ekki vikið eins og hann sjálfur hefur oft komið inn á. „Ég myndi ekki giska á að Óskar Hrafn fari að efast um sjálfan sig,“ segir Orri Steinn. „Það er mjög neðarlega á listanum mínum. Það er enn nóg eftir af þessu móti, þeir eru enn með nokkra menn í meiðslum og það vantar smá upp á. Ég tel það bara tímaspursmál hvenær allt fer að smella saman, bæði sóknar- og varnarlega. Auðvitað búið að vera betra sóknarlega en ég held þetta komi allt því lengra sem líður á tímabilið.“ Hefur alltaf verið svona KR heimsækir Val í Bestu deildinni í kvöld í Reykjavíkurslag en á tímabilinu hefur Óskar Hrafn vakið athygli fyrir líkingar sínar í viðtölum og vísanir í sögur fyrri tíðar. Eftir jafntefli gegn Val fyrr á tímabilinu sagði hann KR liðið ekki ætla fara spila með belti, axlabönd og „áhættutryggingu frá Lloyd's í Bretlandi“ og þá vísaði hann einnig í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés sem brenndi öll sín skip eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519: „Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið.“ Þessar líkingar eru ekki nýjar af nálinni hjá Óskari, Orri sem spilaði undir stjórn föður síns fyrr á ferlinum, varð snemma var við þær. „Já hann hefur oft komið með góðar líkingar, alveg frá því við vorum í þriðja flokki að spila á Gróttuvellinum. Þar var hann í stuttu líkingunum sem voru ekki alveg jafn flóknar og þessar sem hann kemur með í dag. Hann er aðeins búinn að stíga upp í flókindunum. En hann hefur alltaf verið svona, eitthvað sem ég hef séð mjög oft hjá honum. Núna hefur þetta slegið í gegn, menn eru búnir að brenna skipin.“ Viðtalið við Orra Stein, sem tekið var í síðasta landsleikjaglugga, má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Stór hluti af lífi okkar“ Feðgarnir eru duglegir við að heyra hvor í öðrum og ræða lífið í boltanum. „Það er auðvitað búinn að vera stór hluti af lífi okkar beggja að hjálpa hvor öðrum í öllu. Hann sem þjálfari og ég sem leikmaður, við getum horft á hlutina öðruvísi frá hjá hvor öðrum. Við ræðum mikið um taktík, stöðu, hvernig ég get spilað betur og hvað hann getur lagfært. Þetta hefur verið stór hluti af lífi okkar að geta alltaf hringt í hvorn annan, einhvern innan fjölskyldunnar sem er alveg klikkaður í fótbolta. Það er eitthvað sem ég er mjög glaður að eiga, það hjálpaði mér sem ungum leikmanni og var að koma upp. Þurfti að vera duglegur að æfa og bæta mig sem leikmaður.“ Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag í Bestu deildinni í fótbolta í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan korter yfir sjö í kvöld. Besta deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Orri Steinn hefur fylgst náið með gengi KR það sem af er tímabili og af þeim tíma sem hann hefur varið hér heima milli tímabila á Spáni hefur hann verið í kringum KR-liðið og segir frábæra stemningu ríkja í herbúðum liðsins. „Það hefur verið geggjað að fylgjast með og sjá pabba blómstra sem þjálfari. Ég held ég hafi aldrei séð hann eins glaðan og sáttan í einu verkefni,“ segir Orri um föður sinn Óskar Hrafn, þjálfara KR, sem er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari liðsins eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum í Vesturbænum um mitt síðasta tímabil. Klippa: Orri um föður sinn Óskar Hrafn og KR „Mjög neðarlega á listanum mínum“ KR, líkt og svo oft áður, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki það sem af er tímabili í Bestu deildinni. Þrátt fyrir að liðið sé aðeins einu stigi frá fallsæti, en með leik til góða á liðin fyrir neðan sig, þá þykir liðið hafa spilað einn skemmtilegasta fótboltann í Bestu deildinni hingað til. KR hefur skorað flest mörk í deildinni en einnig fengið á sig töluvert mikið af mörkum. Áherslan hjá Óskari Hrafni hefur verið á sóknarþunganum og frá því verður ekki vikið eins og hann sjálfur hefur oft komið inn á. „Ég myndi ekki giska á að Óskar Hrafn fari að efast um sjálfan sig,“ segir Orri Steinn. „Það er mjög neðarlega á listanum mínum. Það er enn nóg eftir af þessu móti, þeir eru enn með nokkra menn í meiðslum og það vantar smá upp á. Ég tel það bara tímaspursmál hvenær allt fer að smella saman, bæði sóknar- og varnarlega. Auðvitað búið að vera betra sóknarlega en ég held þetta komi allt því lengra sem líður á tímabilið.“ Hefur alltaf verið svona KR heimsækir Val í Bestu deildinni í kvöld í Reykjavíkurslag en á tímabilinu hefur Óskar Hrafn vakið athygli fyrir líkingar sínar í viðtölum og vísanir í sögur fyrri tíðar. Eftir jafntefli gegn Val fyrr á tímabilinu sagði hann KR liðið ekki ætla fara spila með belti, axlabönd og „áhættutryggingu frá Lloyd's í Bretlandi“ og þá vísaði hann einnig í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés sem brenndi öll sín skip eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519: „Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið.“ Þessar líkingar eru ekki nýjar af nálinni hjá Óskari, Orri sem spilaði undir stjórn föður síns fyrr á ferlinum, varð snemma var við þær. „Já hann hefur oft komið með góðar líkingar, alveg frá því við vorum í þriðja flokki að spila á Gróttuvellinum. Þar var hann í stuttu líkingunum sem voru ekki alveg jafn flóknar og þessar sem hann kemur með í dag. Hann er aðeins búinn að stíga upp í flókindunum. En hann hefur alltaf verið svona, eitthvað sem ég hef séð mjög oft hjá honum. Núna hefur þetta slegið í gegn, menn eru búnir að brenna skipin.“ Viðtalið við Orra Stein, sem tekið var í síðasta landsleikjaglugga, má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Stór hluti af lífi okkar“ Feðgarnir eru duglegir við að heyra hvor í öðrum og ræða lífið í boltanum. „Það er auðvitað búinn að vera stór hluti af lífi okkar beggja að hjálpa hvor öðrum í öllu. Hann sem þjálfari og ég sem leikmaður, við getum horft á hlutina öðruvísi frá hjá hvor öðrum. Við ræðum mikið um taktík, stöðu, hvernig ég get spilað betur og hvað hann getur lagfært. Þetta hefur verið stór hluti af lífi okkar að geta alltaf hringt í hvorn annan, einhvern innan fjölskyldunnar sem er alveg klikkaður í fótbolta. Það er eitthvað sem ég er mjög glaður að eiga, það hjálpaði mér sem ungum leikmanni og var að koma upp. Þurfti að vera duglegur að æfa og bæta mig sem leikmaður.“ Valur og KR mætast í Reykjavíkurslag í Bestu deildinni í fótbolta í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan korter yfir sjö í kvöld.
Besta deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn