Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 0-3 | Valsmenn sprungu út í Lautinni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 31. maí 2015 00:01 Ingimundur Níels Óskarsson og félagar náðu sér ekki á strik í kvöld. vísir/stefán Valur lagði Fylki 3-0 í Lautinni í Árbænum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. Það var ekki margt sem benti til þess að Valur myndi vinna sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið skoraði fyrsta mark leiksins seint í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn þó Fykir væri meira með boltann. Heimamenn fengu nokkur færi en Valsmenn voru beinskeyttir og sóttu hratt fram þegar færi gafst og náðu nokkrum sinnum að skapa usla án þess þó að reyna á Bjarna Þórð í marki Fylkis. Leikurinn einkenndist að harðri baráttu en Valsmenn gerðu mjög vel í að loka á Albert Brynjar Ingason, besta leikmann Fylkis til þessa á tímabilinu. Framherjinn fékk úr litlu að moða og sást ekki á löngum köflum. Vísan að mörk breyta leikjum á mjög vel við leikinn í kvöld. Valsmenn áttu ekki marga spilkafla í fyrri hálfleik en mætti út í seinni hálfleikinn með mikið sjálfstraust og skoraði snemma annað mark og þá virtustu heimamenn gefast upp. Valur gekk á lagið, skoraði þriðja markið og gerði út um leikinn áður en Fylkir náði vopnum sínum á nýjan leik. Eftir þriðja mark Vals fjaraði leikurinn hægt og rólega út án þess að liðin væru líklega til að skora fleiri mörk. Valsmenn náðu Fylki að stigum um miðja deild. Bæði lið eru með 8 stig í sex leikjum. Kristinn: Mikilvægt að skora fyrsta markið„Að fara með forystu inn í seinni hálfleik var mjög gott á móti sterku Fylkisliði sem er búið að stíga vel upp og ná í punkta,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals sem lagði upp 2 mörk í leiknum. „Þetta setti okkur í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleik og svo vorum við líka undan vindi. Þetta spilaðist ágætlega fyrir okkur,“ sagði Kristinn sem sagði vindinn þó ekki hafa haft mikil áhrif á leikinn. „Það var ekkert logn en boltinn stoppaði í loftinu og það þurfti að reikna hann út.“ Kristinn Freyr segir það hafa verið mjög mikilvægt að skora fyrsta markið í leiknum og það hafi í raun ráðið úrslitum. „Þetta var jafn leikur og í svona leik er mikilvægt að skora fyrsta markið. Við náðum því í kvöld. Það skóp sigurinn. „Við höfum ekki verið að spila illa. Blikaleikurinn var mjög svipaður þessum, hann snérist líka um hvort liðið væri á undan að skora. „Við þurfum að ná þessu upp í næstu leikjum. Vera á undan að skora og aðeins skrefinu á undan,“ sagði Kristinn Freyr. Ásmundur: Misstum hausinn„Leikurinn er mikil vonbrigði fyrir okkur. Það var jafnræði framan af leik og bæði lið fengu tækifæri og þetta leit allt í lagi út en þeir ná markinu fyrir hlé og það sem skilur á milli heilt yfir er að þeir eru grimmari í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Ásmundur sagði að annað markið í leiknum hafa breytt leiknum umfram það fyrsta. Þá hafi hans menn nánast gefist upp. „Þegar þeir fá mark númer tvö þá fannst mér menn missa hausinn. Skipulagið riðlaðist og menn fóru út úr stöðum og það klárar leikinn og við fáum á okkur þriðja markið. „Það leit út eins og við höfðum gefist upp. Svo fórum við að þétta raðirnar aftur en þá var það orðið of seint,“ sagði Ásmundur. Fylkir hefur nú tapað tveimur leikjum í sumar, báðu á heimavelli og það tveimur heimaleikjum í röð. „Við erum búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð og það er ekki í lagi. „Valsliðið mætti vel stemmt til leiks í kvöld. Við mættum vel skipulögðu og grimmu Valsliði sem lokaði á ákveðnar leiðir hjá okkur og það tókst betur hjá þeim eins og úrslitin sýna,“ sagði Ásmundur sem óttaðist ekki að það myndi endurtaka sig ef hans menn myndi mæta ákveðnir til leiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Valur lagði Fylki 3-0 í Lautinni í Árbænum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Valur var 1-0 yfir í hálfleik. Það var ekki margt sem benti til þess að Valur myndi vinna sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið skoraði fyrsta mark leiksins seint í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn þó Fykir væri meira með boltann. Heimamenn fengu nokkur færi en Valsmenn voru beinskeyttir og sóttu hratt fram þegar færi gafst og náðu nokkrum sinnum að skapa usla án þess þó að reyna á Bjarna Þórð í marki Fylkis. Leikurinn einkenndist að harðri baráttu en Valsmenn gerðu mjög vel í að loka á Albert Brynjar Ingason, besta leikmann Fylkis til þessa á tímabilinu. Framherjinn fékk úr litlu að moða og sást ekki á löngum köflum. Vísan að mörk breyta leikjum á mjög vel við leikinn í kvöld. Valsmenn áttu ekki marga spilkafla í fyrri hálfleik en mætti út í seinni hálfleikinn með mikið sjálfstraust og skoraði snemma annað mark og þá virtustu heimamenn gefast upp. Valur gekk á lagið, skoraði þriðja markið og gerði út um leikinn áður en Fylkir náði vopnum sínum á nýjan leik. Eftir þriðja mark Vals fjaraði leikurinn hægt og rólega út án þess að liðin væru líklega til að skora fleiri mörk. Valsmenn náðu Fylki að stigum um miðja deild. Bæði lið eru með 8 stig í sex leikjum. Kristinn: Mikilvægt að skora fyrsta markið„Að fara með forystu inn í seinni hálfleik var mjög gott á móti sterku Fylkisliði sem er búið að stíga vel upp og ná í punkta,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson leikmaður Vals sem lagði upp 2 mörk í leiknum. „Þetta setti okkur í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleik og svo vorum við líka undan vindi. Þetta spilaðist ágætlega fyrir okkur,“ sagði Kristinn sem sagði vindinn þó ekki hafa haft mikil áhrif á leikinn. „Það var ekkert logn en boltinn stoppaði í loftinu og það þurfti að reikna hann út.“ Kristinn Freyr segir það hafa verið mjög mikilvægt að skora fyrsta markið í leiknum og það hafi í raun ráðið úrslitum. „Þetta var jafn leikur og í svona leik er mikilvægt að skora fyrsta markið. Við náðum því í kvöld. Það skóp sigurinn. „Við höfum ekki verið að spila illa. Blikaleikurinn var mjög svipaður þessum, hann snérist líka um hvort liðið væri á undan að skora. „Við þurfum að ná þessu upp í næstu leikjum. Vera á undan að skora og aðeins skrefinu á undan,“ sagði Kristinn Freyr. Ásmundur: Misstum hausinn„Leikurinn er mikil vonbrigði fyrir okkur. Það var jafnræði framan af leik og bæði lið fengu tækifæri og þetta leit allt í lagi út en þeir ná markinu fyrir hlé og það sem skilur á milli heilt yfir er að þeir eru grimmari í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Ásmundur sagði að annað markið í leiknum hafa breytt leiknum umfram það fyrsta. Þá hafi hans menn nánast gefist upp. „Þegar þeir fá mark númer tvö þá fannst mér menn missa hausinn. Skipulagið riðlaðist og menn fóru út úr stöðum og það klárar leikinn og við fáum á okkur þriðja markið. „Það leit út eins og við höfðum gefist upp. Svo fórum við að þétta raðirnar aftur en þá var það orðið of seint,“ sagði Ásmundur. Fylkir hefur nú tapað tveimur leikjum í sumar, báðu á heimavelli og það tveimur heimaleikjum í röð. „Við erum búnir að tapa tveimur heimaleikjum í röð og það er ekki í lagi. „Valsliðið mætti vel stemmt til leiks í kvöld. Við mættum vel skipulögðu og grimmu Valsliði sem lokaði á ákveðnar leiðir hjá okkur og það tókst betur hjá þeim eins og úrslitin sýna,“ sagði Ásmundur sem óttaðist ekki að það myndi endurtaka sig ef hans menn myndi mæta ákveðnir til leiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira