Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2015 00:01 Það var hasar í Hafnarfirði í kvöld. vísir/vilhelm FH er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild karla eftir sigur á Keflavík í kvöld. Þrátt fyrir góð færi var fyrri hálfleikur markalaus en leikurinn breyttist um miðbik síðari hálfleiks þegar Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda skiptingu.Ernir Eyjólfsson tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. Atli Viðar Björnsson var fljótur að setja mark sitt á leikinn eftir sendingu nafna síns Guðnasonar. Steven Lennon kórónaði svo góðan leik með því að skora annað mark FH, aftur eftir sendingu Atla Guðnasonar. Í upphafi stefndi í að FH-ingar myndu pakka gestunum frá Keflavík saman, slíkir voru yfirburðirnir. Hörður Sveinsson átti reyndar ágætt skot snemma leiks en eftir það tóku FH-ingar öll völd á vellinum. Pétur Viðarsson átti skalla í slá og Pétur og Guðmann Þórisson svo báðir marktilraunir sem var bjargað á línu. Keflvíkingar voru stálheppnir að sleppa lifandi frá þessu öllu saman. En eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðu gestirnir að taka sig saman í andlitinu. Keflvíkingar náðu að setja ágæta pressu á FH-inga og áttu nokkrar ágætar marktilraunir. Þá bestu fékk Sigurbergur Elísson á silfurfati eftir afar vonda sendingu Péturs en Keflvíkingurinn hitti ekki markið. Atli Guðnason fékk svo gott færi undir lok fyrri hálfleiksins en bæði skotin hans í sömu sókninni voru varin. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og snemma varð ljóst að breytinga var þörf, ekki síst hjá heimamönnum. Heimir gerði sér grein fyrir því og rétt eins og í leiknum gegn KR í fyrstu umferðinni sendi hann þá Bjarna Þór Viðarsson og Atla Viðar Björnsson inn á. Gegn KR borgaði skiptingin sig strax og það var einnig tilfellið í kvöld. Aðeins fimm mínútum eftir að Atli Viðar kom inn á var hann búinn að brjóta ísinn fyrir FH-inga eftir sendingu Atla Guðnasonar, sem hafði skipt um kant við Jeremy Serwy. Atli lagði svo aftur upp mark, í þetta sinn fyrir hinn kraftmikla Steven Lennon sem hefur verið afar sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum FH á Íslandsmótinu. Lennon átti heilmikið eftir þegar hann fékk boltann frá Atla og kláraði færið afar vel. Eftir þetta var ljóst í hvað stefndi en það setti ljótan blett á leikinn að Insa Fransisco fékk að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Böðvari Böðvarssyni. FH-ingar gerðu mikinn aðsúg að varnarmanninum spænska og voru Keflvíkingar afar ósáttir við framgöngu þeirra. Þorkell Máni Pétursson var svo óánægður að Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, rak hann upp í stúku. FH-ingar eru enn að venjast nýju leikkerfi Heimis Guðjónssonar sem hefur spilað með tvo framherja í upphafi Íslandsmótsins. Þeim gekk þó betur að skapa færi framan af í kvöld en gegn KR í fyrstu umferðinni og það hefði breytt miklu hefðu heimamenn nýtt að minnsta kosti eitt þeirra. Keflvíkingar komu sér inn í leikinn eftir slæma byrjun og hefðu sannarlega getað tekið forystuna sem hefði breytt miklu. Að því leyti geta þeir aðeins sjálfum sér um kennt en þeir réðu ekkert við FH-inga eftir að Atli Viðar og Bjarni Þór komu inn á. FH því með fullt hús stiga að loknum fyrstu tveimur umferðunum en Keflavík er enn stigalaust.Heimir: 4-4-2 gekk ekkert sérstaklega í kvöld Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er óviss um hvort að hann sé að stilla upp réttu byrjunarliði því í öðrum leiknum í röð gerðu varamenn hans gæfumuninn fyrir liðið. „Ætli það nokkuð. En mér fannst við í þessum leik byrja vel. Við náðum bara ekki að halda það út. Við vorum þó þolinmóðir og vel skipulagðir. Við spiluðum gegn mjög góðu Keflavíkurliði sem voru vel skipulagðir og settu okkur í alls konar vandræði,“ sagði Heimir. „Atli Viðar er gríðarlega mikilvægur í okkar liði og sýndi mikilvægi sitt í fyrstu umferðinni og aftur í kvöld.“ Hann segist ekki viss um hvort hann ætli að halda tryggð við 4-4-2 leikkerfið sem hann hefur notast við í upphafi Íslandsmótsins. „Mér fannst þetta ganga ekkert sérstaklega vel í kvöld. Keflavík var með ákveðnar lausnir sem við náðum ekki alveg að brjóta okkur út úr.“ FH fékk mörg færi í upphafi leiks og Heimir segir svekkjandi að hafa ekki nýtt þau. „Við vitum að Keflavík byrjar vel í sínum leikjum og við vorum tilbúnir að mæta því. Það hefði verið gott að skora snemma því við duttum aðeins niður og menn héldu að þetta yrði of auðvelt.“ Hann neitar því ekki að þetta sé draumabyrjun fyrir FH á Íslandsmótinu. „Sex stig. Það er ekki hægt að fá meira en það.“Lennon: Við erum enn að venjast nýju kerfi Steven Lennon skoraði síðara mark FH í kvöld og átti frábæran leik í sóknarlínu Hafnfirðinga. „Gott að skora fyrsta markið á tímabilinu. Það er alltaf erfiðast. En mikilvægast er að fá þrjú stig. Við vorum ekki upp á okkar besta í kvöld en skoruðum tvö mörk og fengum þrjú stig.“ Hann segir að leikmenn séu enn að venjast breyttu leikkerfi frá síðasta tímabili. „Án nokkurs vafa. Við erum að reyna ýmsilegt nýtt með nýjum andlitin. Það tekur tíma og aðalatriðið fyrsta mánuðinn er að safna stigum.“ „Vellirnir eru mjög slæmir á þessum tíma ársins og erfitt að spila alvöru fótbolta. Ég er bara ánægður að hafa unnið.“ Lennon var frábær í kvöld og spilaði einnig vel gegn KR í fyrstu umferðinni. Hann segist að þrátt fyrir allt hafi hann ekki átt gott undirbúningstímabil vegna meiðsla. „Það er gott að fá að spila í 90 mínútur og skora. Ég held að ég verði enn betri eftir því sem líður á tímabilið og að FH verði líka enn betra.“vísir/ernirKristján: Hegðun FH-inga til skammar | Máni fékk rautt Kristján Guðmundsson segir að hans menn í Keflavík hafi verið ósáttir við hegðun FH-inga eftir að varnarmaðurinn Insa Fransisco fékk rautt spjald fyrir brot á Böðvari Böðvarssyni. „Við vorum kannski ekki beint ósáttir við rauða spjaldið,“ sagði Kristján sem var dágóða stund í búningsklefa Keflavíkur áður en hann kom út og veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Ég hef lúmskan grun um að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur. Við erum hins vegar nokkuð ósáttir við framkvæmdina á leiknum og það sem gerist eftir brotið,“ sagði hann en stuttu eftir að Insa fékk rautt var Þorkeli Mána Péturssyni, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, rekinn upp í stúku. Kristján segir að bæði leikmenn og starfsmenn vallarins hafi gert aðsúg að leikmönnum Keflavíkur. „Það er til skammar,“ segir hann. Þjálfarinn segist ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við gáfum FH leik í 70 mínútur. Við fengum á okkur nokkuð mörg færi en sköpuðum okkur færi líka.“ „Við vissum að til þess að fá eitthvað úr leiknum yrðum við alltaf að skora, enda eru þeir það sterkir fram á við. Það var alveg klárt að það yrði erfitt að halda aftur af þeim þó svo að okkur tókst það í 70 mínútur.“ Kristján segist sjá miklar framfarir á leik sinna manna í kvöld eftir tapleikinn gegn Víkingi í fyrstu umferð. „Þetta var mörgum skrefum betra en í fyrsta leiknum. Það vantar enn Hólmar Örn og það verður gott að fá hann inn. Við fengum útlendingana líka of seint inn og það er að gera okkur erfitt fyrir.“vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH er enn með fullt hús stiga í Pepsi-deild karla eftir sigur á Keflavík í kvöld. Þrátt fyrir góð færi var fyrri hálfleikur markalaus en leikurinn breyttist um miðbik síðari hálfleiks þegar Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda skiptingu.Ernir Eyjólfsson tók myndirnar sem má sjá hér að ofan. Atli Viðar Björnsson var fljótur að setja mark sitt á leikinn eftir sendingu nafna síns Guðnasonar. Steven Lennon kórónaði svo góðan leik með því að skora annað mark FH, aftur eftir sendingu Atla Guðnasonar. Í upphafi stefndi í að FH-ingar myndu pakka gestunum frá Keflavík saman, slíkir voru yfirburðirnir. Hörður Sveinsson átti reyndar ágætt skot snemma leiks en eftir það tóku FH-ingar öll völd á vellinum. Pétur Viðarsson átti skalla í slá og Pétur og Guðmann Þórisson svo báðir marktilraunir sem var bjargað á línu. Keflvíkingar voru stálheppnir að sleppa lifandi frá þessu öllu saman. En eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðu gestirnir að taka sig saman í andlitinu. Keflvíkingar náðu að setja ágæta pressu á FH-inga og áttu nokkrar ágætar marktilraunir. Þá bestu fékk Sigurbergur Elísson á silfurfati eftir afar vonda sendingu Péturs en Keflvíkingurinn hitti ekki markið. Atli Guðnason fékk svo gott færi undir lok fyrri hálfleiksins en bæði skotin hans í sömu sókninni voru varin. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og snemma varð ljóst að breytinga var þörf, ekki síst hjá heimamönnum. Heimir gerði sér grein fyrir því og rétt eins og í leiknum gegn KR í fyrstu umferðinni sendi hann þá Bjarna Þór Viðarsson og Atla Viðar Björnsson inn á. Gegn KR borgaði skiptingin sig strax og það var einnig tilfellið í kvöld. Aðeins fimm mínútum eftir að Atli Viðar kom inn á var hann búinn að brjóta ísinn fyrir FH-inga eftir sendingu Atla Guðnasonar, sem hafði skipt um kant við Jeremy Serwy. Atli lagði svo aftur upp mark, í þetta sinn fyrir hinn kraftmikla Steven Lennon sem hefur verið afar sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum FH á Íslandsmótinu. Lennon átti heilmikið eftir þegar hann fékk boltann frá Atla og kláraði færið afar vel. Eftir þetta var ljóst í hvað stefndi en það setti ljótan blett á leikinn að Insa Fransisco fékk að líta beint rautt spjald fyrir grófa tæklingu á Böðvari Böðvarssyni. FH-ingar gerðu mikinn aðsúg að varnarmanninum spænska og voru Keflvíkingar afar ósáttir við framgöngu þeirra. Þorkell Máni Pétursson var svo óánægður að Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, rak hann upp í stúku. FH-ingar eru enn að venjast nýju leikkerfi Heimis Guðjónssonar sem hefur spilað með tvo framherja í upphafi Íslandsmótsins. Þeim gekk þó betur að skapa færi framan af í kvöld en gegn KR í fyrstu umferðinni og það hefði breytt miklu hefðu heimamenn nýtt að minnsta kosti eitt þeirra. Keflvíkingar komu sér inn í leikinn eftir slæma byrjun og hefðu sannarlega getað tekið forystuna sem hefði breytt miklu. Að því leyti geta þeir aðeins sjálfum sér um kennt en þeir réðu ekkert við FH-inga eftir að Atli Viðar og Bjarni Þór komu inn á. FH því með fullt hús stiga að loknum fyrstu tveimur umferðunum en Keflavík er enn stigalaust.Heimir: 4-4-2 gekk ekkert sérstaklega í kvöld Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er óviss um hvort að hann sé að stilla upp réttu byrjunarliði því í öðrum leiknum í röð gerðu varamenn hans gæfumuninn fyrir liðið. „Ætli það nokkuð. En mér fannst við í þessum leik byrja vel. Við náðum bara ekki að halda það út. Við vorum þó þolinmóðir og vel skipulagðir. Við spiluðum gegn mjög góðu Keflavíkurliði sem voru vel skipulagðir og settu okkur í alls konar vandræði,“ sagði Heimir. „Atli Viðar er gríðarlega mikilvægur í okkar liði og sýndi mikilvægi sitt í fyrstu umferðinni og aftur í kvöld.“ Hann segist ekki viss um hvort hann ætli að halda tryggð við 4-4-2 leikkerfið sem hann hefur notast við í upphafi Íslandsmótsins. „Mér fannst þetta ganga ekkert sérstaklega vel í kvöld. Keflavík var með ákveðnar lausnir sem við náðum ekki alveg að brjóta okkur út úr.“ FH fékk mörg færi í upphafi leiks og Heimir segir svekkjandi að hafa ekki nýtt þau. „Við vitum að Keflavík byrjar vel í sínum leikjum og við vorum tilbúnir að mæta því. Það hefði verið gott að skora snemma því við duttum aðeins niður og menn héldu að þetta yrði of auðvelt.“ Hann neitar því ekki að þetta sé draumabyrjun fyrir FH á Íslandsmótinu. „Sex stig. Það er ekki hægt að fá meira en það.“Lennon: Við erum enn að venjast nýju kerfi Steven Lennon skoraði síðara mark FH í kvöld og átti frábæran leik í sóknarlínu Hafnfirðinga. „Gott að skora fyrsta markið á tímabilinu. Það er alltaf erfiðast. En mikilvægast er að fá þrjú stig. Við vorum ekki upp á okkar besta í kvöld en skoruðum tvö mörk og fengum þrjú stig.“ Hann segir að leikmenn séu enn að venjast breyttu leikkerfi frá síðasta tímabili. „Án nokkurs vafa. Við erum að reyna ýmsilegt nýtt með nýjum andlitin. Það tekur tíma og aðalatriðið fyrsta mánuðinn er að safna stigum.“ „Vellirnir eru mjög slæmir á þessum tíma ársins og erfitt að spila alvöru fótbolta. Ég er bara ánægður að hafa unnið.“ Lennon var frábær í kvöld og spilaði einnig vel gegn KR í fyrstu umferðinni. Hann segist að þrátt fyrir allt hafi hann ekki átt gott undirbúningstímabil vegna meiðsla. „Það er gott að fá að spila í 90 mínútur og skora. Ég held að ég verði enn betri eftir því sem líður á tímabilið og að FH verði líka enn betra.“vísir/ernirKristján: Hegðun FH-inga til skammar | Máni fékk rautt Kristján Guðmundsson segir að hans menn í Keflavík hafi verið ósáttir við hegðun FH-inga eftir að varnarmaðurinn Insa Fransisco fékk rautt spjald fyrir brot á Böðvari Böðvarssyni. „Við vorum kannski ekki beint ósáttir við rauða spjaldið,“ sagði Kristján sem var dágóða stund í búningsklefa Keflavíkur áður en hann kom út og veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Ég hef lúmskan grun um að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur. Við erum hins vegar nokkuð ósáttir við framkvæmdina á leiknum og það sem gerist eftir brotið,“ sagði hann en stuttu eftir að Insa fékk rautt var Þorkeli Mána Péturssyni, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, rekinn upp í stúku. Kristján segir að bæði leikmenn og starfsmenn vallarins hafi gert aðsúg að leikmönnum Keflavíkur. „Það er til skammar,“ segir hann. Þjálfarinn segist ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við gáfum FH leik í 70 mínútur. Við fengum á okkur nokkuð mörg færi en sköpuðum okkur færi líka.“ „Við vissum að til þess að fá eitthvað úr leiknum yrðum við alltaf að skora, enda eru þeir það sterkir fram á við. Það var alveg klárt að það yrði erfitt að halda aftur af þeim þó svo að okkur tókst það í 70 mínútur.“ Kristján segist sjá miklar framfarir á leik sinna manna í kvöld eftir tapleikinn gegn Víkingi í fyrstu umferð. „Þetta var mörgum skrefum betra en í fyrsta leiknum. Það vantar enn Hólmar Örn og það verður gott að fá hann inn. Við fengum útlendingana líka of seint inn og það er að gera okkur erfitt fyrir.“vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira