Hálfíslenskur maður kjörinn á þing í Finnlandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2015 13:57 Antero Vartia er að vonum ánægður með að komast á þing. Vísir/AFP/Antero Arvo Arnar Antero Vartia, hálfíslenskur maður búsettur í Finnlandi, var í gær kjörinn á finnska þingið en kosningar fóru fram í Finnlandi í gærdag. Antero, eins og hann er jafnan kallaður, á íslenska móður en hefur búið í Finnlandi alla ævi. „Ég er í Græna flokkinum og þetta gekk mjög vel,“ sagði Antero þegar fréttastofa náði af honum tali í dag, daginn eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir. Græni flokkurinn kallast á ensku Green League og segir Antero að sér skiljist áherslur þeirra næstar Bjartri framtíð ef finnst stjórnmál eru borin saman við þau íslensku. „Við erum mjög líberal miðjuflokkur,“ segir Antero sem talar þrátt fyrir að hafa aldrei búið hér á landi fína íslensku. „Ég lærði íslenskuna fyrst,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann hafi verið betri í tungumálinu hér áður fyrr. Jännäks menee. #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 19, 2015 at 10:15am PDT Náttúruverndarsinni í húð og hár Antero lagði mikla áherslu á orkumál í kosningabaráttu sinni. Hann segir að það sé nauðsynlegt að vernda náttúruna og að það sé ekkert annað í stöðunni en að hætta að eyðileggja fossa og fjöll. „Við verðum algjörleg að hætta þessu. Það hefur verið talað um að það sé of dýrt að hætta þessu og að það sé ekki til neitt annað, það er ekki satt,“ útskýrir Antero og segir fjölmargar betri lausnir til staðar heldur en að eyðileggja náttúruna. „Ég er mjög hissa á því að Ísland skuli ekki hafa innleitt rafmagnsbíla. Það er miklu ódýrara,“ segir hann en hann sjálfur notast við rafmagnsbíl. Það er þó ekki algengt í Finnlandi almennt. Hann bendir á að á Íslandi sé rafmagn mun ódýrara en víðast hvar svo ekkert ætti að standa í vegi fyrir almennri notkun rafmagnsbíla umfram þá sem nýta sér bensín. Hér má kynna sér stefnumál Antero Vartia lesi maður finnsku. Finnsk pólitík ólík íslenskri „Það væri gaman að búa á Íslandi einhvern tímann,“ segir Antero sem vildi gjarnan geta komið oftar í heimsókn hingað til lands. „Nei,“ segir Antero og hlær, spurður um hvort hann hafi einhvern tímann velt því fyrir sér að taka þátt í íslenskri pólitík og bjóða sig fram til Alþingis. Antero bauð sig fram til þings í kjördæmi fyrir Helsinki en þar komast að 22 frambjóðendur og eins og fram hefur komið verður hann einn þeirra sem tekur sæti á nýju þingi. „Það er ekki listakosning eins og á Íslandi. Það eru allir sem eru með sína eigin kosningabaráttu,“ útskýrir Antero. „Þá er auðveldara að komast inn þó maður hafi ekki verið með í pólitík áður.“ Græni flokkurinn hlaut 8,5 prósent atkvæða og 15 sæti af 200 í finnska þinginu. Þetta eru bestu niðurstöður flokksins í þingkosningum. Antero hefur aðeins tekið þátt í stjórnmálum í um tvö ár að eigin sögn en hann bauð sig fram til Evrópuþingsins fyrir ári. Þá náði hann ekki kjöri. Það voru hans fyrstu afskipti af stjórnmálum. Rökning förbjuden #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 10, 2015 at 11:53pm PDT Alþingi Tengdar fréttir Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Hinn 53 ára Juha Sipilä er um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. 20. apríl 2015 14:30 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Arvo Arnar Antero Vartia, hálfíslenskur maður búsettur í Finnlandi, var í gær kjörinn á finnska þingið en kosningar fóru fram í Finnlandi í gærdag. Antero, eins og hann er jafnan kallaður, á íslenska móður en hefur búið í Finnlandi alla ævi. „Ég er í Græna flokkinum og þetta gekk mjög vel,“ sagði Antero þegar fréttastofa náði af honum tali í dag, daginn eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir. Græni flokkurinn kallast á ensku Green League og segir Antero að sér skiljist áherslur þeirra næstar Bjartri framtíð ef finnst stjórnmál eru borin saman við þau íslensku. „Við erum mjög líberal miðjuflokkur,“ segir Antero sem talar þrátt fyrir að hafa aldrei búið hér á landi fína íslensku. „Ég lærði íslenskuna fyrst,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann hafi verið betri í tungumálinu hér áður fyrr. Jännäks menee. #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 19, 2015 at 10:15am PDT Náttúruverndarsinni í húð og hár Antero lagði mikla áherslu á orkumál í kosningabaráttu sinni. Hann segir að það sé nauðsynlegt að vernda náttúruna og að það sé ekkert annað í stöðunni en að hætta að eyðileggja fossa og fjöll. „Við verðum algjörleg að hætta þessu. Það hefur verið talað um að það sé of dýrt að hætta þessu og að það sé ekki til neitt annað, það er ekki satt,“ útskýrir Antero og segir fjölmargar betri lausnir til staðar heldur en að eyðileggja náttúruna. „Ég er mjög hissa á því að Ísland skuli ekki hafa innleitt rafmagnsbíla. Það er miklu ódýrara,“ segir hann en hann sjálfur notast við rafmagnsbíl. Það er þó ekki algengt í Finnlandi almennt. Hann bendir á að á Íslandi sé rafmagn mun ódýrara en víðast hvar svo ekkert ætti að standa í vegi fyrir almennri notkun rafmagnsbíla umfram þá sem nýta sér bensín. Hér má kynna sér stefnumál Antero Vartia lesi maður finnsku. Finnsk pólitík ólík íslenskri „Það væri gaman að búa á Íslandi einhvern tímann,“ segir Antero sem vildi gjarnan geta komið oftar í heimsókn hingað til lands. „Nei,“ segir Antero og hlær, spurður um hvort hann hafi einhvern tímann velt því fyrir sér að taka þátt í íslenskri pólitík og bjóða sig fram til Alþingis. Antero bauð sig fram til þings í kjördæmi fyrir Helsinki en þar komast að 22 frambjóðendur og eins og fram hefur komið verður hann einn þeirra sem tekur sæti á nýju þingi. „Það er ekki listakosning eins og á Íslandi. Það eru allir sem eru með sína eigin kosningabaráttu,“ útskýrir Antero. „Þá er auðveldara að komast inn þó maður hafi ekki verið með í pólitík áður.“ Græni flokkurinn hlaut 8,5 prósent atkvæða og 15 sæti af 200 í finnska þinginu. Þetta eru bestu niðurstöður flokksins í þingkosningum. Antero hefur aðeins tekið þátt í stjórnmálum í um tvö ár að eigin sögn en hann bauð sig fram til Evrópuþingsins fyrir ári. Þá náði hann ekki kjöri. Það voru hans fyrstu afskipti af stjórnmálum. Rökning förbjuden #Antero87 A photo posted by Antero Vartia (@anterovartia) on Apr 10, 2015 at 11:53pm PDT
Alþingi Tengdar fréttir Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Hinn 53 ára Juha Sipilä er um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. 20. apríl 2015 14:30 Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna? Hinn 53 ára Juha Sipilä er um margt óvenjulegur þátttakandi í finnskum stjórnmálum. 20. apríl 2015 14:30
Alexander Stubb játar ósigur í finnsku þingkosningunum Miðflokkurinn fær umboð til að mynda ríkisstjórn en mikil leynd hvílir yfir hugsanlegu stjórnarmynstri. 20. apríl 2015 07:00