Ellert: Skal viðurkenna að ég horfði á markið nokkrum sinnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2015 09:30 Ellert Hreinsson. mynd/skjáskot „Það er búin að vera virkilega flott holning á liðinu síðan við kláruðum síðasta tímabil. Þjálfarar og leikmenn eiga allir hrós skilið fyrir hvernig við höfum tekist á við undirbúningstímabilið. Við höfum litið mjög vel út.“ Þetta segir Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks, við Vísi, en Breiðabliki er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni í árlegri spá Fréttablaðsins og Vísis. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í greininni. Blikar verða í baráttu um Evrópusæti, samkvæmt spánni, en þeir voru klaufar að missa af Evrópu í fyrra. Draumurinn um Evrópu hvarf eftir tap gegn Þór í næstsíðustu umferðinni.Töpuðum of mörgum stigum „Þetta var algjört vonbrigða tímabil. Jafnteflin eru dýr og þetta endurspeglaðist í þessum Þórsleik. Það þýðir samt ekkert að einblína á hann. Við misstum stig í öðrum leikjum. Í heildina töpuðum við mörgum stigum,“ segir Ellert sem líst mjög vel á Breiðabliksliðið fyrir komandi tímabil. „Þetta er mikið Blikalið og mikið af ungum strákum í bland við reyndari leikmenn. Það er að sýna sig í mönnum eins og Höskuldi og Davíð sem hafa verið að fá örlitla reynslu undanfarin ár. Núna líta þeir virkilega vel út. Svo höfum við fengið unga Blika til baka eins og Oliver og Gunnlaug. Það eru spennandi tímar framundan.“ Breiðablik spilar áfram á mikið af ungum og uppöldum mönnum enda nóg til af efnilegum fótboltamönnum í Kópavoginum. „Við pælum ekkert mikið í þessu, en það er sjarmerandi hugsun hversu margir Blikar eru í liðinu og sýnir hvað Breiðablik sem félag er að gera góða hluti,“ segir Ellert.Mikil fagmennska fylgir Arnari Blikar hafa verið í miklum ham á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. „Við höfum sýnt á undirbúningstímabilinu að við getum unnið alla þannig við ef erum heppnir með meiðsli og hlutirnir falla með okkur þá ættum við að geta gert virkilega flotta hluti í sumar,“ segir Ellert. Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks, síns uppeldisfélags, síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson yfirgaf félagið. Hann er óreyndur þjálfari en reyndur sem yfirmaður knattspyrnumála og auðvitað sem leikmaður. „Hann er með öðruvísi áherslur á vissa hluti og það er að skila sér í því að menn eru í topp formi. Það sést held ég bara á liðinu að hlaupagetan er gríðarlega mikil,“ segir Ellert. „Hann fylgir öllu eftir og kemur inn í klefa fyrir og eftir æfingar og er að stimpla í menn að vera 24 stunda íþróttamenn. Það er mikil fagmennska sem fylgir Arnari og virkilega gaman að taka þátt í þessu.“Fyrsta heila undirbúningstímabilið Ellert hefur aldrei spilað jafnmikið á undirbúningstímabili eins og nú. Hann var lengi í námi og átti svo við meiðsli að stríða. „Þetta er mitt fyrsta heila undirbúningstímabil í meistaraflokki. Ég var í námi erlendis í fimm ár og missti alltaf af öllu undirbúningstímabilinu. Í fyrra var ég kviðslitinn og fór í aðgerð. Þetta hefur verið pínu bras, en ég er virkilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast hjá mér í ár,“ segir Ellert. Framherjinn öflugi skoraði frábært mark í leik gegn Val í Lengjubikarnum fyrr í mánuðinum, en í heildina hefur hann verið að skora mikið og spila vel. „Mér líður virkilega vel, en ég er nú bara þannig að ég held mig á jörðinni. Ég skal samt viðurkenna að ég horfði nokkrum sinnum á markið. Vissulega gefur þetta manni byr undir báða vængi að það gangi vel rétt fyrir mót og það er jákvætt,“ segir Ellert Hreinsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Það er búin að vera virkilega flott holning á liðinu síðan við kláruðum síðasta tímabil. Þjálfarar og leikmenn eiga allir hrós skilið fyrir hvernig við höfum tekist á við undirbúningstímabilið. Við höfum litið mjög vel út.“ Þetta segir Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks, við Vísi, en Breiðabliki er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni í árlegri spá Fréttablaðsins og Vísis. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í greininni. Blikar verða í baráttu um Evrópusæti, samkvæmt spánni, en þeir voru klaufar að missa af Evrópu í fyrra. Draumurinn um Evrópu hvarf eftir tap gegn Þór í næstsíðustu umferðinni.Töpuðum of mörgum stigum „Þetta var algjört vonbrigða tímabil. Jafnteflin eru dýr og þetta endurspeglaðist í þessum Þórsleik. Það þýðir samt ekkert að einblína á hann. Við misstum stig í öðrum leikjum. Í heildina töpuðum við mörgum stigum,“ segir Ellert sem líst mjög vel á Breiðabliksliðið fyrir komandi tímabil. „Þetta er mikið Blikalið og mikið af ungum strákum í bland við reyndari leikmenn. Það er að sýna sig í mönnum eins og Höskuldi og Davíð sem hafa verið að fá örlitla reynslu undanfarin ár. Núna líta þeir virkilega vel út. Svo höfum við fengið unga Blika til baka eins og Oliver og Gunnlaug. Það eru spennandi tímar framundan.“ Breiðablik spilar áfram á mikið af ungum og uppöldum mönnum enda nóg til af efnilegum fótboltamönnum í Kópavoginum. „Við pælum ekkert mikið í þessu, en það er sjarmerandi hugsun hversu margir Blikar eru í liðinu og sýnir hvað Breiðablik sem félag er að gera góða hluti,“ segir Ellert.Mikil fagmennska fylgir Arnari Blikar hafa verið í miklum ham á undirbúningstímabilinu og unnið bæði Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. „Við höfum sýnt á undirbúningstímabilinu að við getum unnið alla þannig við ef erum heppnir með meiðsli og hlutirnir falla með okkur þá ættum við að geta gert virkilega flotta hluti í sumar,“ segir Ellert. Arnar Grétarsson tók við þjálfun Breiðabliks, síns uppeldisfélags, síðasta haust þegar Guðmundur Benediktsson yfirgaf félagið. Hann er óreyndur þjálfari en reyndur sem yfirmaður knattspyrnumála og auðvitað sem leikmaður. „Hann er með öðruvísi áherslur á vissa hluti og það er að skila sér í því að menn eru í topp formi. Það sést held ég bara á liðinu að hlaupagetan er gríðarlega mikil,“ segir Ellert. „Hann fylgir öllu eftir og kemur inn í klefa fyrir og eftir æfingar og er að stimpla í menn að vera 24 stunda íþróttamenn. Það er mikil fagmennska sem fylgir Arnari og virkilega gaman að taka þátt í þessu.“Fyrsta heila undirbúningstímabilið Ellert hefur aldrei spilað jafnmikið á undirbúningstímabili eins og nú. Hann var lengi í námi og átti svo við meiðsli að stríða. „Þetta er mitt fyrsta heila undirbúningstímabil í meistaraflokki. Ég var í námi erlendis í fimm ár og missti alltaf af öllu undirbúningstímabilinu. Í fyrra var ég kviðslitinn og fór í aðgerð. Þetta hefur verið pínu bras, en ég er virkilega ánægður með hvernig hlutirnir hafa þróast hjá mér í ár,“ segir Ellert. Framherjinn öflugi skoraði frábært mark í leik gegn Val í Lengjubikarnum fyrr í mánuðinum, en í heildina hefur hann verið að skora mikið og spila vel. „Mér líður virkilega vel, en ég er nú bara þannig að ég held mig á jörðinni. Ég skal samt viðurkenna að ég horfði nokkrum sinnum á markið. Vissulega gefur þetta manni byr undir báða vængi að það gangi vel rétt fyrir mót og það er jákvætt,“ segir Ellert Hreinsson.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og klipping: Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Breiðablik burstaði Valsmenn | Sjáðu mörkin Ellert Hreinsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri Blika í Lengjubikarnum. 17. apríl 2015 09:56
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti