Við viljum samráð Hjálmar Sveinsson skrifar 13. janúar 2015 07:00 Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er löngu úrelt og óhagkvæmt fyrirkomulag og fjárhagslegur klafi á íbúum,“ skrifaði borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir tæpum tveimur árum. Hann bætti við: „Með sameiningu getum við aukið hagsæld, bætt þjónustu og dregið úr kostnaði. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.“ Borgarstjórinn hafði góðar og gildar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Blind samkeppni sveitarfélaganna á stór-höfuðborgarsvæðinu, sem nær frá Akranesi að Reykjanesi og austur á Selfoss, leiddi til mikillar offjárfestingar í dreifðri og óhagkvæmri byggð, tómu húsnæði og auðum byggingarlóðum. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar mun líklega fara í sögubækurnar sem áratugur takmarkalausrar þenslu, ó(sam)ráðs og hruns. Ástæðunnar fyrir öllu því klúðri er ekki bara að leita í ódýru lánsfé, heldur líka í skipulagsáætlunum sveitarfélaga sem gáfu sér stökkbreytingu í mannfjölda á sínu svæði. Um það er fjallað í merkri skýrslu „Veðjað á vöxt“ sem Háskólinn í Reykjavík gaf út fyrir nokkrum misserum. Ég reikna með að borgarstjóranum hafi blöskrað öll sú mikla sóun á fjármunum, verðmætu landi, auðlindum, orku og tíma sem veðjað-á-vöxt-stefnan hafði í för með sér. Hvað er til ráða. Undanfarin ár hafa fulltrúar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu unnið að gerð nýs svæðisskipulags sem á að gilda frá 2015 til 2040. Það byggir á skuldbindandi samkomulagi sveitarfélaganna frá 24. ágúst 2012 um að stefna að hagkvæmri og sjálfbærri borgarþróun. Í fylgisskjali samkomulagsins er hnykkt sérstaklega á því. Þar segir að markmið um sjálfbæra þróun verði „ráðandi í skipulagi svæðisins með blandaðri landnotkun, þéttingu byggðar og vistvænum samgöngum“. Í svæðisskipulaginu er gengið út frá því að höfuðborgarsvæðið sé eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður, með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir, útmörk, landslag og náttúru. Það sem meira er: Svæðisskipulagið er virk skipulagsáætlun sem verður fylgt eftir allan tímann sem það verður í gildi. Í samkomulagi sveitarfélaganna segir að sveitarfélögin skuldbindi sig til að virða skipulagið og hafa það að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og endurskoðunar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sameinum sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er löngu úrelt og óhagkvæmt fyrirkomulag og fjárhagslegur klafi á íbúum,“ skrifaði borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir tæpum tveimur árum. Hann bætti við: „Með sameiningu getum við aukið hagsæld, bætt þjónustu og dregið úr kostnaði. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.“ Borgarstjórinn hafði góðar og gildar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Blind samkeppni sveitarfélaganna á stór-höfuðborgarsvæðinu, sem nær frá Akranesi að Reykjanesi og austur á Selfoss, leiddi til mikillar offjárfestingar í dreifðri og óhagkvæmri byggð, tómu húsnæði og auðum byggingarlóðum. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar mun líklega fara í sögubækurnar sem áratugur takmarkalausrar þenslu, ó(sam)ráðs og hruns. Ástæðunnar fyrir öllu því klúðri er ekki bara að leita í ódýru lánsfé, heldur líka í skipulagsáætlunum sveitarfélaga sem gáfu sér stökkbreytingu í mannfjölda á sínu svæði. Um það er fjallað í merkri skýrslu „Veðjað á vöxt“ sem Háskólinn í Reykjavík gaf út fyrir nokkrum misserum. Ég reikna með að borgarstjóranum hafi blöskrað öll sú mikla sóun á fjármunum, verðmætu landi, auðlindum, orku og tíma sem veðjað-á-vöxt-stefnan hafði í för með sér. Hvað er til ráða. Undanfarin ár hafa fulltrúar sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu unnið að gerð nýs svæðisskipulags sem á að gilda frá 2015 til 2040. Það byggir á skuldbindandi samkomulagi sveitarfélaganna frá 24. ágúst 2012 um að stefna að hagkvæmri og sjálfbærri borgarþróun. Í fylgisskjali samkomulagsins er hnykkt sérstaklega á því. Þar segir að markmið um sjálfbæra þróun verði „ráðandi í skipulagi svæðisins með blandaðri landnotkun, þéttingu byggðar og vistvænum samgöngum“. Í svæðisskipulaginu er gengið út frá því að höfuðborgarsvæðið sé eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður, með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir, útmörk, landslag og náttúru. Það sem meira er: Svæðisskipulagið er virk skipulagsáætlun sem verður fylgt eftir allan tímann sem það verður í gildi. Í samkomulagi sveitarfélaganna segir að sveitarfélögin skuldbindi sig til að virða skipulagið og hafa það að leiðarljósi við gerð aðalskipulags og endurskoðunar þess.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar