Gestrisin borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði virtur ferðamálafrömuður frá Vancouver um að borgir ættu ekki að stefna að því að verða góðar ferðamannaborgir. Kappkosta ætti að því að búa til góðar borgir. Punktur. Góð borg fyrir íbúa hennar verður þannig eftirsóknarverður áfangastaður fyrir gesti. Ferðamenn vilja hitta heimamenn á nýjum áfangastað og kynnast siðum þeirra. Þegar kemur að ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að þróun borgarinnar út frá þörfum íbúa hennar. Það er í anda félagslegrar sjálfbærni. Sjálfbærni snýr ekki eingöngu að umhverfisvernd heldur einnig að félagslegum og efnahagslegum þáttum. Leitast er við að halda neikvæðum áhrifum á umhverfi og menningu áfangastaða í lágmarki og áhersla lögð á að ferðamenn leggi af mörkum til uppbyggingar atvinnutækifæra. Markmið sjálfbærrar ferðaþjónustu er m.a. það að þær breytingar sem verða á samfélögum vegna ferðamanna verði eins jákvæðar og unnt er fyrir íbúana, ferðamennina og ferðaþjónustufyrirtækin. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavík og íbúarnir hafa orð á sér fyrir gestrisni. Erlendir gestir eru hluti af mannlífinu og vegna þeirra njótum við betri þjónustu af ýmsu tagi; fleiri veitingastaða, fjölbreyttari menningar, viðburða og afþreyingar. Ekki er langt síðan sumum veitingastöðum í miðbænum var lokað eftir áramót vegna ládeyðu. Ferðamenn skila miklum tekjum til borgarinnar en nýta að sama skapi ekki þá kostnaðarliði sem eru borgum dýrastar, svo sem velferðar- og skólamál. Þannig eru ferðamenn eftirsóknarverðir gestir í borgum.Sjálfbær uppbygging Vöxtur ferðaþjónustunnar hérlendis hefur verið örari en í öðrum Evrópulöndum. Vegna fámennis ber oft meira á ferðamönnum en í stærri borgum, sérstaklega að sumarlagi. En það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að muna að ferðamennirnir eru aufúsugestir sem leggja mikið af mörkum inn í okkar samfélag. Að sama skapi er mikilvægt fyrir borgaryfirvöld að hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna í borginni. Samfylkingin vill huga að sjálfbærri uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykjavík. Einnig hlut ráðstefnugesta og hvataferða, efla vetrarferðamennsku áfram og leitast þannig við að jafna árstíðasveiflu greinarinnar. Sömuleiðis er mikilvægt að dreifa álaginu af ferðaþjónustunni á stærra svæði út frá miðborginni og leitast þannig við að stækka það svæði sem er miðbæjartengt. Uppbygging ferðaþjónustu til austurs leiðir af sér jákvæða þjónustu fyrir íbúa hverfa utan miðborgarinnar. Í þessu samhengi er fyrirhuguð uppbygging hótela til austurs í samstarfi við íbúa og hverfisráð umfram þau sem nú eru þegar fyrirhuguð í miðborginni.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun