Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira