Tollar, vörugjöld, neytendur og samkeppni Almar Guðmundsson skrifar 16. apríl 2014 16:43 Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka svo árum og áratugum skiptir í umræðu um afnám tolla og vörugjalda. Það hefur miðað fremur hægt en sem betur fer er umræðan um þessi mikilvægu mál að aukast. (Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengra bendi ég á umfjöllun um vörugjöld og tolla af páskaeggjum, sætum kartöflum, sjónvörpum og tölvuskjám neðst í greininni!) Jón Þór Helgason skrifaði grein hér á Vísi í gær þar sem hann gerir því skóna að við hjá FA höfum einkennilega hagsmuni í þessum málaflokki: „Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.“ Þarna er leiðinlegur misskilningur á ferðinni. Það er einfaldlega mjög skýr afstaða Félags atvinnurekenda að afnám tolla og vörugjalda á öllum sviðum sé mikilvægt mál sem myndi skila miklum þjóðhagslegum ábata, aukinni samkeppni og bættum hag neytenda. Vissulega höfum beint sjónum okkar að landbúnaðarafurðum undanfarið og munum gera áfram, en við viljum líka sjá afnám vörugjalda. Jóni Þór og öðrum bendi ég á umsögn FA um frumvarp til laga um vörugjöld sem samþykkt var í desember 2012. Hana má nálgast hér. Þar kemur viðhorf okkar til vörugjaldakerfisins í heild sinni mjög skýrt fram. Þá bendi ég einnig á ársskýrslu félagsins þar sem m.a. er rætt um Falda aflið, átak FA í þágu minni og meðalstórra fyrirtækja. Eitt af baráttumálunum þar (Falda aflið #5) er „afnám vörugjalda og einföldun neysluskatta“. Ég vil sérstaklega fagna því að fjármálaráðherra vinnur nú að afnámi vörugjalda og einföldun neysluskatta. Þar á að hverfa frá neyslustýringu. Einnig eru það jákvæð tíðindi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hann vinni að samningum við ESB á sviði tolla á landbúnaðarafurðum. Það er mikilvægt að stjórnvöld setji samkeppni og neytendur ofarlega á blað þegar slíkar breytingar eru ræddar. Það mikilvægasta af öllu er að tollaumhverfi, vörugöld og skattar sé einfaldað. Við öll, borgarar landsins, eigum rétt á að skilja þau kerfi sem eru við lýði. Vörugjalda- og tollakerfin eru fáránlega flókin og því miður til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart því að verið sé að umbuna innlendri framleiðslu á óeðlilegan hátt. Það er hagur allra að kerfin séu einfölduð og engir tollar og engin vörugjöld verði að meginreglu. Að sjálfsögðu þarf líka að ræða hvort og þá hversu víðtækar og á hvaða sviðum undanþágur eru gerðar frá meginreglunni. Undanþágurnar þurfa að sjálfsögðu að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Að lokum er mér bæði ljúft og skylt að óska lesendum gleðilegra páska. Ég vona að þið njótið vel en að þið gangið hægt um gleðinnar dyr. Gott er að hafa í huga að 210 krónur greiðast á kílóið af páskaeggjum í vörugjald („sykurskattur“). Ef páskaeggin eru innflutt leggst 49 króna tollur á til viðbótar á hvert kíló. Ef þið borðið sætar kartöflur með matnum þá greiðist af þeim 30% tollur, en ekki eru skilyrði til að rækta þær hér á landi. Og fyrir ykkur sem ætlið að horfa á sjónvarpið minni ég á að sjónvarpstækið ber 25% vörugjald en tölvuskjárinn og tölvan 0%.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun