Tollakerfið er gert til að vernda íslenska verslun Jón Þór Helgason skrifar 15. apríl 2014 15:19 Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun