Ert þú aldrei í vinnunni? Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun