Góðar fréttir fyrir austurhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 2. október 2013 06:00 Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar