Góðar fréttir fyrir austurhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 2. október 2013 06:00 Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi borgarinnar, sem hefur ríkt hér í 50 ár, og tekið upp skipulag sem setur manneskjuna í öndvegi. Hvers konar skipulag er það? Jú, þannig skipulag leggur ekki sífellt nýtt land undir byggð heldur þéttir byggðina sem fyrir er og styttir þannig vegalengdir í borginni. Það leggur áherslu á gatnakerfi þar sem vistvænir ferðamátar eru í fyrirrúmi. Það skapar meira öryggi og betri lýðheilsu. Það takmarkar hæðir húsa og verndar gamla borgarhluta. Það leggur áherslu á almenningsrými og mannlega mælikvarða. Það skapar meira skjól og samfelldari húsaraðir. Það verndar græn svæði. Þetta eru góðar fréttir fyrir borgarbúa, ekki síst þá sem búa austast í borginni. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu 2010 til 2030 fjölgi Reykvíkingum um rúmlega 20.000. Ef reist verða ný úthverfi á útivistarsvæðunum austan við núverandi byggð verður þrengt verulega að fólkinu sem býr nú þegar við borgarjaðarinn á mörkum náttúru og byggðar. Þá verða úthverfi að innhverfum og bílaumferðin á stofnbrautum borgarinnar austur og vestur kvölds og morgna margfaldast. Það mun lengja vegina í borginni, kalla á óhemju dýrar framkvæmdir við umferðarmannvirki, auka svifryksmengun og vinna gegn almenningssamgöngum, hagkvæmri nýtingu innviða og skynsamlegri landnýtingu. Það er algjörlega glatað. Hinar góðu fréttirnar eru skýr fókus í aðalskipulaginu á sjálfbærari borgarhverfi. Fókusinn beinist að því hvernig hverfin geta sem best notið sín hvert á sinni forsendu og að því hvernig efla má þjónustu inni í hverfunum. Aðalskipulagið leggur til að mynda bann við því að matvöruverslanir verði opnaðar á athafnasvæðum utan við íbúabyggðina. Slíkt fyrirkomulag rústar hverfisþjónustunni.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun