Stærsta sjávarútvegshöfnin Hjálmar Sveinsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda. Harpa stendur á landfyllingu við Ingólfsgarð en gegnt henni, hinum megin við hafnarmynnið, eru hús HB Granda á landfyllingu við Norðurgarð. Fyrirtækið er nú að byggja kæligeymslu á landfyllingunni. Þar verður geymslurými fyrir allt að 6.000 tonnum af fiski sem verður hægt að flytja beint þaðan, með svokölluðum brettaskipum, til áfangastaða erlendis í stað þess að keyra fiskinn í gámum í gegnum miðbæinn inn í Sundahöfn. Það mun létta á þungaumferð á Mýrargötu og Geirsgötu. HB Grandi hefur í samráði við Faxaflóahafnir og Samband íslenskra myndlistarmanna efnt til samkeppni meðal myndlistarmanna um myndlistarverk sem eiga að prýða austurgafl geymslunnar. Lögð verður áhersla á að svæðið á landfyllingunni austur af kæligeymslunni verði aðlaðandi almenningsrými. Það er magnað að standa þarna við Norðurgarðinn, þar sem kæligeymslan er að rísa, og horfa á marglita glerbrynju Hörpu rísa upp úr sjónum. Segja má að þarna við gamla hafnarmynnið standi tvær meginstoðir íslensks samfélags hvor gegnt annarri: Menningin og sjávarútvegurinn.Verðmætasköpun í Vesturhöfn Gamla höfnin var alhliða fiski- og flutningahöfn allt til ársins 1968. Þá færðust vöruflutningar inn í Sundahöfn. Undanfarin ár hefur öll fiskvinnsla verið flutt frá austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann. Það vill gleymast að á vesturbakka Gömlu hafnarinnar er einhver stærsta fiskihöfn landsins. Á síðasta ári var 108.000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Ætla má að um 70-75 þúsund tonnum hafi verið landað í Gömlu höfninni en um 40.000 í Sundahöfn. Helstu útvegsfyrirtæki landsins landa afla sínum í Gömlu höfninni: HB Grandi, Brim og Ögurvík. Ekki má gleyma að nefna minni fyrirtæki eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðalbjörgu og Sindrafisk. Sum þeirra eru fjölskyldufyrirtæki þar sem mikilvæg reynsla og þekking hafa safnast í gegnum ættliði. Takmarkaðar aflaheimildir, hátt verð og miklar kröfur á neytendamarkaði hafa orðið til þess að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin leita nú allra leiða til að nýta hvert kíló sem best og hámarka verðmæti þess. Það hefur leitt til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í heiminum þegar kemur að verðmætasköpun og fullnýtingu aflans. Lykill að þessari farsælu þróun er frjótt samstarf við íslensk hátæknifyrirtæki við þróun á vélum, hugbúnaði, tækjum, og veiðarfærum. Af tæplega 170 fyrirtækjum sem starfrækt eru á Grandanum og í Örfirisey tengjast 60 sjávarútvegi beint eða óbeint. Í september á síðasta ári opnuðu Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir „Hús Sjávarklasans“ í Bakkaskemmu við Grandagarð 16. Tilgangurinn er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki. Að loknum framkvæmdum verður Hús Sjávarklasans mjög öflug tækni- og þjónustumiðstöð í sjávarútvegi, líklega sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Atlantshafi.143 milljónir matarskammtar Það er eins og að koma inn í sótthreinsaðan skurðsal þegar maður gengur inn í fiskvinnslusal HB Granda á Norðurgarði. Gestir setja bláa plastpoka yfir skóna, net yfir hárið og sérstaka skegggrisju ef þeir eru skeggjaðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst úr sápuvatni og úða svo á þær sótthreinsandi vökva. Og starfsfólkið er einmitt eins og skurðlæknar sem hafa tekið fullkomnustu tækni í þjónustu sína. Í einum salnum er röntgen- og leysiskurðarvél sem fjarlægir beinagarða úr karfaflökum á augabragði og hánákvæmt. Ekki eitt einasta gramm fer til spillis. Þetta er íslensk hugvitssmíð, einstök í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð af litlu hátæknifyrirtæki sem heitir Valka. Frystihúsið er sérhæft í karfa- og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru í gegnum það 16.000 tonn af fiski. Helstu markaðir eru í Frakklandi og Belgíu. Hausar og bein eru þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm frystiskip fyrirtækisins lönduðu 21.800 tonnum við Norðurgarð. Sá afli var seldur til Evrópu, Englands og Japan. Sala afurða frá frystihúsinu á Norðurgarði og sala á sjófrystum afurðum nam samtals 15,3 milljörðum króna. Ef allt þetta magn er reiknað í 200 g matarskammta eru það 143 milljónir matarskammtar. Bráðhollir auðvitað. Segja má að allt það magnaða hugvit, þekking, verðmætasköpun sem á bækistöðvar sínar í Vesturhöfninni hafi fallið svolítið í skuggann af flottu glerbrynjunni á Hörpu á Austurbakkanum. Það er hreinasti óþarfi. Reykvíkingar hafa ríka ástæðu til að vera stoltir af stærstu sjávarútvegshöfn landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og áratugi eins og borgarbúar vita. Höfnin var upphaflega gerð á árunum 1912 til 1917. Þá voru garðarnir tveir lagðir, Ingólfsgarður og Norðurgarður, sem mynda mynni hafnarinnar með fallegu gulu vitunum hvorum á sínum enda. Harpa stendur á landfyllingu við Ingólfsgarð en gegnt henni, hinum megin við hafnarmynnið, eru hús HB Granda á landfyllingu við Norðurgarð. Fyrirtækið er nú að byggja kæligeymslu á landfyllingunni. Þar verður geymslurými fyrir allt að 6.000 tonnum af fiski sem verður hægt að flytja beint þaðan, með svokölluðum brettaskipum, til áfangastaða erlendis í stað þess að keyra fiskinn í gámum í gegnum miðbæinn inn í Sundahöfn. Það mun létta á þungaumferð á Mýrargötu og Geirsgötu. HB Grandi hefur í samráði við Faxaflóahafnir og Samband íslenskra myndlistarmanna efnt til samkeppni meðal myndlistarmanna um myndlistarverk sem eiga að prýða austurgafl geymslunnar. Lögð verður áhersla á að svæðið á landfyllingunni austur af kæligeymslunni verði aðlaðandi almenningsrými. Það er magnað að standa þarna við Norðurgarðinn, þar sem kæligeymslan er að rísa, og horfa á marglita glerbrynju Hörpu rísa upp úr sjónum. Segja má að þarna við gamla hafnarmynnið standi tvær meginstoðir íslensks samfélags hvor gegnt annarri: Menningin og sjávarútvegurinn.Verðmætasköpun í Vesturhöfn Gamla höfnin var alhliða fiski- og flutningahöfn allt til ársins 1968. Þá færðust vöruflutningar inn í Sundahöfn. Undanfarin ár hefur öll fiskvinnsla verið flutt frá austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann. Það vill gleymast að á vesturbakka Gömlu hafnarinnar er einhver stærsta fiskihöfn landsins. Á síðasta ári var 108.000 tonnum af sjávarafla landað í Reykjavík. Ætla má að um 70-75 þúsund tonnum hafi verið landað í Gömlu höfninni en um 40.000 í Sundahöfn. Helstu útvegsfyrirtæki landsins landa afla sínum í Gömlu höfninni: HB Grandi, Brim og Ögurvík. Ekki má gleyma að nefna minni fyrirtæki eins og Fiskkaup, Toppfisk, Aðalbjörgu og Sindrafisk. Sum þeirra eru fjölskyldufyrirtæki þar sem mikilvæg reynsla og þekking hafa safnast í gegnum ættliði. Takmarkaðar aflaheimildir, hátt verð og miklar kröfur á neytendamarkaði hafa orðið til þess að íslensku sjávarútvegsfyrirtækin leita nú allra leiða til að nýta hvert kíló sem best og hámarka verðmæti þess. Það hefur leitt til þess að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í heiminum þegar kemur að verðmætasköpun og fullnýtingu aflans. Lykill að þessari farsælu þróun er frjótt samstarf við íslensk hátæknifyrirtæki við þróun á vélum, hugbúnaði, tækjum, og veiðarfærum. Af tæplega 170 fyrirtækjum sem starfrækt eru á Grandanum og í Örfirisey tengjast 60 sjávarútvegi beint eða óbeint. Í september á síðasta ári opnuðu Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir „Hús Sjávarklasans“ í Bakkaskemmu við Grandagarð 16. Tilgangurinn er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Þar eru nú þegar 11 fyrirtæki. Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki. Að loknum framkvæmdum verður Hús Sjávarklasans mjög öflug tækni- og þjónustumiðstöð í sjávarútvegi, líklega sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Atlantshafi.143 milljónir matarskammtar Það er eins og að koma inn í sótthreinsaðan skurðsal þegar maður gengur inn í fiskvinnslusal HB Granda á Norðurgarði. Gestir setja bláa plastpoka yfir skóna, net yfir hárið og sérstaka skegggrisju ef þeir eru skeggjaðir. Þeir þvo hendur sínar fyrst úr sápuvatni og úða svo á þær sótthreinsandi vökva. Og starfsfólkið er einmitt eins og skurðlæknar sem hafa tekið fullkomnustu tækni í þjónustu sína. Í einum salnum er röntgen- og leysiskurðarvél sem fjarlægir beinagarða úr karfaflökum á augabragði og hánákvæmt. Ekki eitt einasta gramm fer til spillis. Þetta er íslensk hugvitssmíð, einstök í heiminum. Vélin er hönnuð og smíðuð af litlu hátæknifyrirtæki sem heitir Valka. Frystihúsið er sérhæft í karfa- og ufsavinnslu. Á síðasta ári fóru í gegnum það 16.000 tonn af fiski. Helstu markaðir eru í Frakklandi og Belgíu. Hausar og bein eru þurrkuð og flutt til Nígeríu. Fimm frystiskip fyrirtækisins lönduðu 21.800 tonnum við Norðurgarð. Sá afli var seldur til Evrópu, Englands og Japan. Sala afurða frá frystihúsinu á Norðurgarði og sala á sjófrystum afurðum nam samtals 15,3 milljörðum króna. Ef allt þetta magn er reiknað í 200 g matarskammta eru það 143 milljónir matarskammtar. Bráðhollir auðvitað. Segja má að allt það magnaða hugvit, þekking, verðmætasköpun sem á bækistöðvar sínar í Vesturhöfninni hafi fallið svolítið í skuggann af flottu glerbrynjunni á Hörpu á Austurbakkanum. Það er hreinasti óþarfi. Reykvíkingar hafa ríka ástæðu til að vera stoltir af stærstu sjávarútvegshöfn landsins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar