Fór hann illa fram úr rúminu? Jóhann Hauksson skrifar 31. janúar 2013 12:00 Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Tengdar fréttir Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00 Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er áreiðanlega ekki gott að fara veggjarmegin fram úr rúmi sínu á morgnana. Ætla mætti að Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi þó gert það þegar hann hann heyrði nýjar tölur frá Hagstofu Íslands í vikunni um að atvinnuleysi í landinu hafi verið 4,7% á síðasta ársfjórðungi 2012. 4,7 % segi og skrifa. Hannes snarar sér á kontórinn og skrifar grein undir fyrirsögninni: "Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði." Ég reyni eins og aðrir að taka allt alvarlega sem frá Samtökum atvinnulífsins kemur. Eins og til dæmis þetta sem er að finna í síðustu ársskýrslu samtakanna: "Samtökin leggjast engu að síður gegn því að ríkisstjórnin dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka og aðildarviðræðunum verði þannig slitið af Íslands hálfu. Samtökin telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta."Hann vill ekki trúa En það er eins og Hannes trúi ekki eigin skilningarvitum: Að atvinnuleysi sé með því minnsta sem gerist í Evrópu og fólksflótti hafi stöðvast hér á landi. Ólundin skín úr texta hans. Þetta eru bara útlendingar sem koma til landsins, segir hann, og líklega eru vel menntaðir Íslendingar þeir sem helst flytja af landi brott og því lækki menntunarstigið í landinu. "Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði," segir í greininni. Ég hlýt að spyrja: Örlar nokkuð á fordómum í garð útlendinga hér? Er nokkuð verið að ala á þjóðrembu? Að "ómenntaðir útlendingar" komi og taki störfin? Er ekki líka einfaldasta ráðið að greiða hærri laun til að halda í menntað fólk? Það er einmitt full ástæða til að gleðjast þegar viðsnúningur verður. Í fyrsta skipti eftir frjármálahrun í boði Sjálfstæðisflokksins flytjast umtalsvert fleiri til landsins en frá landinu. Reyndar eru íbúar þessa lands einnig býsna ánægðir með horfurnar samanborði við önnur lönd eins og nýlegar fjölþjóðlegar kannanir sýna. Falla hér ekki öll vötn til Dýrafjarðar?Gleðjumst Mér er mikið í mun að reyna að gleðja Hannes, yfirmann hagdeildar SA. Lítum á tölur um flutninga til og frá Svíþjóð og Danmörku þó ekki væri nema til þess að eyða mögulegum fordómum og draga úr bölmóðinum. Allt árið 2009 fluttu um 102 þúsund manns til Svíþjóðar en tæplega 40 þúsund af landi brott. Þar af fluttu um 18.500 Svíar til landsins en tæplega 21 þúsund af landi brott. Landið tapaði sem sagt 2.500 Svíum úr landi um leið og fjölgunin var mikil. Ætli hafi þarna verið um sænskan "spekileka" að ræða Hannes? Á síðasta ársfjórðungi 2009 fluttu 3.375 fleiri til Danmerkur en af landi brott, þar af fluttu 249 fleiri Danir til landsins en fluttu frá landinu. Nú býsnast Hannes yfir því að þeir 625 sem fluttu til Íslands umfram þá sem fóru af landi brott á síðasta ársfjórðungi 2012 hafi að mestu verið útlendingar. Í danska tilvikinu hér að framan eru Danir aðeins um 7% þeirra sem flytjast til landsins umfram þá sem flytjast frá landinu. Hvaða ályktanir vill Hannes draga af þessum samanburði? Er hann kannski bara í áróðurstellingum gegn ríkisstjórninni sem tekist hefur að snúa dæminu við eftir sukktímabil sjálfstæðismanna árin fyrir hrun? Reynum nú að gleðjast Hannes eins og aðrir landsmenn gera þessa dagana.Aðfluttir umfram brottflutta. Mynd/DV
Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). 31. janúar 2013 06:00
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun