Ísland er land þitt. Ef þú kýst Stefán Jón Hafstein skrifar 16. október 2012 06:00 Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar